Margrét Marteinsdóttir

Blaðamaður

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
„Til í þennan vetur“ eftir að hafa íhugað stöðu sína í sumar
Viðtal

„Til í þenn­an vet­ur“ eft­ir að hafa íhug­að stöðu sína í sum­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra íhug­aði stöðu sína í sum­ar. Nið­ur­stað­an var að hún væri „mjög til í þenn­an vet­ur“. Skiln­ing­ur milli formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafi auk­ist, en út­lend­inga­mál­in séu erf­ið. Hún hafi ver­ið vör­uð við því að fara í póli­tík, því hún gæti missti frá sér vini. Það gerð­ist 2017. Katrín spyr á hverju vinátta bygg­ist ef póli­tík ráði för.
Húsfyllir á fundi um þjónustusvipt flóttafólk - „Mér svíður að þetta hafi gerst,“ segir ráðherra
Fréttir

Hús­fyll­ir á fundi um þjón­ustu­svipt flótta­fólk - „Mér svíð­ur að þetta hafi gerst,“ seg­ir ráð­herra

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir að sér svíði að fólk, sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd, hafi ver­ið svipt grunn­þjón­ustu. Um þrjá­tíu fé­laga­sam­tök héldu sam­ráðs­fund vegna máls­ins síð­deg­is. Þrjár kon­ur frá Níg­er­íu sem eru í þess­ari stöðu segj­ast verða þving­að­ar aft­ur í vændi verði þær send­ar frá Ís­landi „Við er­um ekki á göt­unni. Ís­lend­ing­ar hafa ver­ið að hjálpa okk­ur,“ segja þær í sam­tali við Heim­ild­ina.
Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“
Fréttir

Katrín um út­lend­inga­mál­in: „Það er auð­velt að vera brjál­að­ur úti í bæ“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra, seg­ir að „þeg­ar mað­ur sit­ur uppi með það að þurfa að leysa mál­in“ séu eng­ar auð­veld­ar lausn­ir þeg­ar fólk fær synj­un um vernd. Ít­ar­legt við­tal við Katrínu er birt í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar. 152 börn­um hef­ur ver­ið synj­að um vernd á ár­inu, flest yngri en 13 ára.
Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“
Fréttir

Skert ferða­frelsi og ör­ygg­is­gæsla í „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“

Ferða­frelsi fólks sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd hér og fer ekki úr landi verð­ur tak­mark­að og ör­ygg­is­gæsla við íverustað þeirra gangi hug­mynd­ir Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra um „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“ eft­ir. Hún seg­ir að laga­leg­ur mis­skiln­ing­ur sé á milli dóms­mála- og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is hvað varð­ar þjón­ustu við fólk­ið sem um ræði.
Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum
Fréttir

Seg­ir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lög­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir skýrt í lög­um að ef fólk sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem það dvel­ur í. „Þó að ein­hver sveit­ar­fé­lög kann­ist ekki við það laga­ákvæði núna þá var um það fjall­að í um­ræð­unni í vor,“ seg­ir hún. Sveit­ar­fé­lög­in gagn­rýna rík­ið harð­lega í yf­ir­lýs­ingu og segja það bera ábyrgð á mála­flokkn­um.
Minkabúi í Mosfellsdal lokað verði aðbúnaður dýra ekki bættur
Fréttir

Minka­búi í Mos­fells­dal lok­að verði að­bún­að­ur dýra ekki bætt­ur

Mat­væla­stofn­un seg­ir ástand­ið á Dals­bú­inu í Mos­fells­dal óvið­un­andi. Bú­inu verði lok­að í haust ef að­bún­að­ur dýr­anna verði ekki bætt­ur. Á bú­inu fund­ust slas­að­ir mink­ar sem ekki hafði ver­ið sinnt. MAST seg­ir að dýr­in fái ekki fóð­ur á sunnu­dög­um og að búr­in hafi ekki ver­ið nægi­lega ein­angr­uð í 10 stiga frosti síð­asta vet­ur. Þá hafi mink­ar slopp­ið út af bú­inu og drep­ið fjölda hæna og dúfna í Mos­fells­dal.
„Takk fyrir að hlusta á mig“
Fréttir

„Takk fyr­ir að hlusta á mig“

Tón­list­ar­kon­unn­ar Sinéad O’Conn­or er minnst fyr­ir ein­staka tón­list­ar­hæfi­leika og bar­áttu sína gegn of­beldi. Sjálf sagði hún að gef­ið hefði ver­ið út skot­leyfi á hana fyr­ir þrjá­tíu ár­um þeg­ar hún reif mynd af páf­an­um í banda­rísk­um sjón­varps­þætti og sagði að of­beldi gegn börn­um þrif­ist inn­an kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Of­beldi sem páfinn bað af­sök­un­ar á ald­ar­fjórð­ungi síð­ar. Sinead var 56 ára þeg­ar hún lést.
Fólkið að baki framleiðslunni – og hagnaður þeirra
Greining

Fólk­ið að baki fram­leiðsl­unni – og hagn­að­ur þeirra

Kjúk­linga- og svína­bú skipta tug­um tals­ins og eru í eigu tíu fyr­ir­tækja, en mik­il sam­þjöpp­un hef­ur orð­ið í grein­inni á und­an­förn­um ár­um. Þeg­ar kem­ur að svína­rækt er Stjörnugrís stærsti að­ili á mark­aði með 1.900 gylt­ur og sjö bú, slát­ur­hús og kjötvinnslu. Auk þess er heild­sala í eigu fyr­ir­tæk­is­ins um­svifa­mik­il á mark­aði með inn­flutt kjöt.
Kjötframleiðendur fá áralangan frest á meðan dýrin þjást
Úttekt

Kjöt­fram­leið­end­ur fá ára­lang­an frest á með­an dýr­in þjást

Alls var 6 millj­ón­um ali­fugla og 74 þús­und svín­um slátr­að á Ís­landi í fyrra. Dæmi eru um að gylt­ur geti hvorki lagst né rétt úr sér á bás­um. Á einu búi voru 90 gylt­ur með byrj­andi legusár. Nær all­ir grís­ir eru halaklippt­ir án deyf­ing­ar. Kjúk­ling­ar eru snún­ir úr hálsl­ið án þess að vera rot­að­ir fyrst, sem er ólög­legt. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir lög um vel­ferð dýra brot­in og kall­ar eft­ir breyt­ing­um á eft­ir­liti: „Dýr eiga ekki að þjást.“
Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Íbúðagámar „bestu vistarverur“ fyrir fólk á flótta
Vettvangur

Íbúða­gám­ar „bestu vist­ar­ver­ur“ fyr­ir fólk á flótta

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði á opn­um fundi í Reykja­nes­bæ að bær­inn væri að verða yf­ir­full­ur af um­sækj­end­um um vernd og hann telji að loka verði dyr­un­um þar, ekk­ert ann­að sé hægt að gera í stöð­unni. Hann seg­ir út­lend­inga­mál­in snú­in í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, en við það borð séu mörg sem vilji senda út skila­boð sem muni draga veru­lega úr ásókn fólks til Ís­lands.
Lífshættuleg meðvirkni
Úttekt

Lífs­hættu­leg með­virkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
Viðtal

Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.

Mest lesið undanfarið ár