Pressa
Pressa #12

Pressa #12: Bróð­ir Lúð­víks og bráðafíkni­mót­taka

Fjölskylda Lúðvíks Péturssonar sem féll niður um sprungu í Grindavík fyrir fimm vikum segir ósvöruðum spurningum þeirra um atvikið hafa fjölgað að undanförnu. Þeim þurfi að svara með óháðri rannsókn. Rætt er við bróður Lúðvíks í þættinum. Í seinni hlutanum verður fjallað um erfiða stöðu fjölda sjúklinga sem glíma við fíknivanda og bíða eftir að fá hjálp. Aðstandendur segja að bráðafíknimóttaka gæti bjargað mannslífum.
· Umsjón: Helgi Seljan, Margrét Marteinsdóttir

Viðtal við Elías Pétursson, bróður Lúðvíks Péturssonar, verður sýnt í fyrri hluta Pressu í dag.  Elías segir meðal annars að enginn af þeim sem kom að ákvörðunum eða bar ábyrgð á málum í Grindavík þegar slysið átti sér stað hafi sett sig í samband við ástvini Lúðvíks eftir að leit að honum var hætt. Hann segir að fjölskyldan telji rétt að ræða málið, reifa sín sjónarmið. Þau telji að það þurfi að fá fram atburðarásina og hvernig þetta gat gerst. Ósvöruðum spurningum þeirra, sem hafi bara fjölgað, þurfi að svara með óháðri rannsókn.

Í seinni hluta þáttarins tölum við um bjargarleysi fíknisjúklinga sem bíða eftir að komast í afvötnun eða meðferð. Aðstandendur nokkurra þeirra segja í Heimildinni í dag að bráðafíknimóttaka gæti bjargað mannslífum. Rætt var um slíkt úrræði á Alþingi á dögunum þar sem Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að á Íslandi væru alltof mörg dæmi um að fólk með fíknivanda deyi meðan það bíði eftir að fá hjálp.

Í Heimildinni í dag er rætt við tvær konur sem misstu ástvini í fyrra meðan þau biðu eftir að komast í meðferð.  Til að ræða þetta koma í þáttinn þær Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir sem er móðir langsveiks fíknisjúklings og formaður stjórnar Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra og Rúna Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi.  

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
    Sif

    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka

    Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?
    Pressa

    Hvenær hefðu fyrr­um for­set­ar átt að nýta mál­skots­rétt­inn?

    Baldur segist persónulega vera á móti íslenskum her
    Pressa

    Bald­ur seg­ist per­sónu­lega vera á móti ís­lensk­um her

    „Illmenni eru bara alltaf erfið“
    Pressa

    „Ill­menni eru bara alltaf erf­ið“