Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Á sjöunda þúsund palestínsk börn dáið í árásum Ísraelshers

Á hverj­um degi síð­ustu tvo mán­uði hafa að með­al­tali 110 palestínsk börn ver­ið drep­in í árás­um Ísra­els­hers. Am­ir er einn þeirra en hann var fimm ára þeg­ar hann dó. Bræð­ur hans, sem eru tveggja og sjö ára, slös­uð­ust í árás­inni. For­eldr­ar þeirra, amma og afi dóu. Sautján ára frænka Am­ir slas­að­ist mjög al­var­lega í sömu árás. Bróð­ir henn­ar sem býr á Ís­landi vill fá hana hing­að.

Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru síðan Ísraelsher réðst af miklum þunga inn á Gaza, aðallega með loftárásum, hafa um 15 þúsund Palestínumenn dáið í árásunum, meirihluti þeirra eru konur og börn. Í fréttum þar sem greint er frá fjölda látinna kemur ávallt fram að óttast sé að enn fleira fólk sé látið því talið er að þúsundir séu enn grafin í rústum húsa.

Fjöldagröf í Khan Yunis111 Palestínumenn sem dóu í árásum Ísraelshers fyrir um 10 dögum voru lagðir í fjöldagröf 22. nóvember.

Laugardaginn 2. desember eru tveir mánuðir síðan Hamas réðust inn í Ísrael. Um 1.200 Ísraelar dóu í árásinni. Frá þeim degi og þar til samið var um tímabundið vopnahlé sem hófst föstudaginn 24. nóvember, höfðu loftárásir Ísraelshers á Gaza verið nær stöðugar.

Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði um mánuði eftir að árásir Ísraelshers hófust að Gaza hefði breyst í grafreit þúsunda …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár