„Allt sem lifir er komið í skjól“

Fjöl­skylda sem flúði Grinda­vík hefst nú við á ættaróðali við Sog­ið. Þau eru þar tíu sam­an, fjór­ir ætt­lið­ir en einnig hund­ar og hæn­ur. ,,Allt sem lif­ir er kom­ið í skjól,” seg­ir Ísak Þór Ragn­ars­son. Val­dís Ósk Sig­ríð­ar­dótt­ir, unn­usta hans, seg­ir mik­il­vægt að tek­ist hafi að bjarga mynda­al­búm­um og kassa sem í voru fæð­ing­ar­skýrsl­ur barn­anna og fyrstu föt­in þeirra og skór.

„Ég hef ver­ið hrædd­ari í dag en áð­ur,“ sagði Val­dís Ósk Sigríðardóttir þegar ljósmyndari Heimildarinnar hitti hana, börnin hennar og ömmu fyrst, nóttina örlagaríku þegar íbúar bæjarins voru að flýja öfluga jarðskjálfta. Valdís Ósk, börnin hennar þrjú, foreldrar hennar og amma voru þá að leggja af stað að Kaldárhöfða, hús fjölskyldunnar við Sogið. Börnin voru í aftursætinu, amman í framsætinu og sjálf ætlaði Valdís að keyra. Fjórar silkihænur voru líka í bílnum, einnig fimm hundar en sá sjötti og stærsti komst ekki fyrir. „Mamma tekur hann,“ sagði Valdís. Mamma hennar var á leiðinni með eiginmanni sínum og bræðrum Valdísar. „Við erum öll héðan úr Grindavík. Förum í samfloti, tíu saman á ættaróðalið. Það er allt löngu tilbúið, eftir seinasta stóra skjálfta.“ 

Ísak Þór Ragnarsson, unnusti Valdísar Óskar, er slökkviliðsmaður og var á vaktinni líkt og flestir viðbragðsaðilar þetta kvöld og þessa nótt. „Ég sagði henni náttúrlega að hugsa um börnin. …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.
Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Eðl­is­mun­ur á at­burð­um í Grinda­vík og fyrra skjálfta­tjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.
Þekking eflir samfélagið
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Þekk­ing efl­ir sam­fé­lag­ið

Sam­fé­lagsum­ræða um hvert hlut­verk sér­fræð­inga sé þeg­ar kem­ur að því að miðla þekk­ingu fór af stað eft­ir að jarð­hrær­ing­ar við Grinda­vík urðu öfl­ugri. Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir það hlut­verk sér­fræð­inga að taka til máls. Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir gagn­rýna hugs­un lyk­il­inn að há­skóla­starfi og þekk­ing­ar­sköp­un.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár