Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
„Láttu engan troða á tilfinningum þínum“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Láttu eng­an troða á til­finn­ing­um þín­um“

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist sleg­in yf­ir bak­slagi í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks. Bar­átt­an hafi kostað per­sónu­leg­ar fórn­ir, blóð, svita og tár. Nú verði að gera allt til að stöðva hat­urs­fulla orð­ræðu. Hún treyst­ir því að sam­staða þjóð­ar­inn­ar með hinseg­in sam­fé­lag­inu bresti ekki þótt lít­ill hóp­ur reyni að koma inn rang­hug­mynd­um hjá fólki.
Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
FréttirHinsegin bakslagið

Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
Yfirvöld vita ekki hve mörg þeirra sem svipt voru þjónustu eru á landinu
Fréttir

Yf­ir­völd vita ekki hve mörg þeirra sem svipt voru þjón­ustu eru á land­inu

Góð­gerð­ar­sam­tök hafa síð­ustu vik­ur skot­ið skjóls­húsi yf­ir tugi ein­stak­linga sem ann­ars hefðu end­að á göt­unni eft­ir að hafa ver­ið synj­að um vernd og svipt allri þjón­ustu. Lög­mað­ur seg­ir að yf­ir­völd varpi ábyrgð yf­ir á fé­laga­sam­tök og ein­stak­linga. Þá geti bóta­skylda rík­is­ins gagn­vart þess­um hópi fall­ið nið­ur eft­ir að þeim hafi ver­ið kom­ið í skjól.
Vill „staldra við“ aukna ferðaþjónustu á hálendinu
Fréttir

Vill „staldra við“ aukna ferða­þjón­ustu á há­lend­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ist vilja „staldra við“ aukna skipu­lagða ferða­þjón­usta á há­lend­inu og ræða hvort víð­erni eigi að fá að vera í friði. Mál­ið teng­ist stjórn­ar­skrá og að stjórn­völd­um hafi ekki „auðn­ast að ná þar sam­an um ákvæði um um­hverfi og auð­lind­ir,“ um­ræð­an hafi öll snú­ist um sjáv­ar­út­veg.
Katrín um hvalveiðibann: „Enginn boðað að slíta ríkisstjórn“
Fréttir

Katrín um hval­veiði­bann: „Eng­inn boð­að að slíta rík­is­stjórn“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að rík­is­stjórn­in springi vegna hval­veiði­banns­ins. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur sagt að mál­ið hafi sett stjórn­ar­sam­starf­ið ,,allt í loft upp“. Vinstri-græn hafa ít­rek­að lagst gegn hval­veið­um við Ís­lands­strend­ur og yf­ir­skrift flokks­ráðs­fund­ar hreyf­ing­ar­inn­ar 2018 var „Nei við hval­veið­um!“
„Til í þennan vetur“ eftir að hafa íhugað stöðu sína í sumar
Viðtal

„Til í þenn­an vet­ur“ eft­ir að hafa íhug­að stöðu sína í sum­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra íhug­aði stöðu sína í sum­ar. Nið­ur­stað­an var að hún væri „mjög til í þenn­an vet­ur“. Skiln­ing­ur milli formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafi auk­ist, en út­lend­inga­mál­in séu erf­ið. Hún hafi ver­ið vör­uð við því að fara í póli­tík, því hún gæti missti frá sér vini. Það gerð­ist 2017. Katrín spyr á hverju vinátta bygg­ist ef póli­tík ráði för.
Húsfyllir á fundi um þjónustusvipt flóttafólk - „Mér svíður að þetta hafi gerst,“ segir ráðherra
Fréttir

Hús­fyll­ir á fundi um þjón­ustu­svipt flótta­fólk - „Mér svíð­ur að þetta hafi gerst,“ seg­ir ráð­herra

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, fé­lags­mála­ráð­herra seg­ir að sér svíði að fólk, sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd, hafi ver­ið svipt grunn­þjón­ustu. Um þrjá­tíu fé­laga­sam­tök héldu sam­ráðs­fund vegna máls­ins síð­deg­is. Þrjár kon­ur frá Níg­er­íu sem eru í þess­ari stöðu segj­ast verða þving­að­ar aft­ur í vændi verði þær send­ar frá Ís­landi „Við er­um ekki á göt­unni. Ís­lend­ing­ar hafa ver­ið að hjálpa okk­ur,“ segja þær í sam­tali við Heim­ild­ina.
Katrín um útlendingamálin: „Það er auðvelt að vera brjálaður úti í bæ“
Fréttir

Katrín um út­lend­inga­mál­in: „Það er auð­velt að vera brjál­að­ur úti í bæ“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra, seg­ir að „þeg­ar mað­ur sit­ur uppi með það að þurfa að leysa mál­in“ séu eng­ar auð­veld­ar lausn­ir þeg­ar fólk fær synj­un um vernd. Ít­ar­legt við­tal við Katrínu er birt í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar. 152 börn­um hef­ur ver­ið synj­að um vernd á ár­inu, flest yngri en 13 ára.
Skert ferðafrelsi og öryggisgæsla í „búsetuúrræði með takmörkunum“
Fréttir

Skert ferða­frelsi og ör­ygg­is­gæsla í „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“

Ferða­frelsi fólks sem hef­ur ver­ið synj­að um vernd hér og fer ekki úr landi verð­ur tak­mark­að og ör­ygg­is­gæsla við íverustað þeirra gangi hug­mynd­ir Guð­rún­ar Haf­steins­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra um „bú­setu­úr­ræði með tak­mörk­un­um“ eft­ir. Hún seg­ir að laga­leg­ur mis­skiln­ing­ur sé á milli dóms­mála- og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is hvað varð­ar þjón­ustu við fólk­ið sem um ræði.
Segir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um aðstoð hjá sveitarfélögum
Fréttir

Seg­ir fólk sem fær ekki vernd geta sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lög­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra seg­ir skýrt í lög­um að ef fólk sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd vill ekki fara af landi brott geti það sótt um að­stoð hjá sveit­ar­fé­lag­inu sem það dvel­ur í. „Þó að ein­hver sveit­ar­fé­lög kann­ist ekki við það laga­ákvæði núna þá var um það fjall­að í um­ræð­unni í vor,“ seg­ir hún. Sveit­ar­fé­lög­in gagn­rýna rík­ið harð­lega í yf­ir­lýs­ingu og segja það bera ábyrgð á mála­flokkn­um.
Minkabúi í Mosfellsdal lokað verði aðbúnaður dýra ekki bættur
Fréttir

Minka­búi í Mos­fells­dal lok­að verði að­bún­að­ur dýra ekki bætt­ur

Mat­væla­stofn­un seg­ir ástand­ið á Dals­bú­inu í Mos­fells­dal óvið­un­andi. Bú­inu verði lok­að í haust ef að­bún­að­ur dýr­anna verði ekki bætt­ur. Á bú­inu fund­ust slas­að­ir mink­ar sem ekki hafði ver­ið sinnt. MAST seg­ir að dýr­in fái ekki fóð­ur á sunnu­dög­um og að búr­in hafi ekki ver­ið nægi­lega ein­angr­uð í 10 stiga frosti síð­asta vet­ur. Þá hafi mink­ar slopp­ið út af bú­inu og drep­ið fjölda hæna og dúfna í Mos­fells­dal.
„Takk fyrir að hlusta á mig“
Fréttir

„Takk fyr­ir að hlusta á mig“

Tón­list­ar­kon­unn­ar Sinéad O’Conn­or er minnst fyr­ir ein­staka tón­list­ar­hæfi­leika og bar­áttu sína gegn of­beldi. Sjálf sagði hún að gef­ið hefði ver­ið út skot­leyfi á hana fyr­ir þrjá­tíu ár­um þeg­ar hún reif mynd af páf­an­um í banda­rísk­um sjón­varps­þætti og sagði að of­beldi gegn börn­um þrif­ist inn­an kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Of­beldi sem páfinn bað af­sök­un­ar á ald­ar­fjórð­ungi síð­ar. Sinead var 56 ára þeg­ar hún lést.

Mest lesið undanfarið ár