Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Láttu engan troða á tilfinningum þínum“

Jó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seg­ist sleg­in yf­ir bak­slagi í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks. Bar­átt­an hafi kostað per­sónu­leg­ar fórn­ir, blóð, svita og tár. Nú verði að gera allt til að stöðva hat­urs­fulla orð­ræðu. Hún treyst­ir því að sam­staða þjóð­ar­inn­ar með hinseg­in sam­fé­lag­inu bresti ekki þótt lít­ill hóp­ur reyni að koma inn rang­hug­mynd­um hjá fólki.

„Láttu engan troða á tilfinningum þínum“
Dapurlegt að fylgjast með bakslaginu í umræðunni Jóhanna Sigurðardóttir var fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra og fyrsti ráðherrann sem átti maka af sama kyni. Það vakti heimsathygli. Hún segir mjög dapurlegt að fylgjast með því bakslagi sem sé að eiga sér stað í umræðunni. Hinsegin fólk sé ekki að biðja um neitt annað en að tilfinningar þeirra séu virtar í samfélaginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Berðu höfuðið hátt og láttu engan troða á tilfinningum þínum.“ Þannig hljóða skilaboð Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, til ungs hinsegin fólks sem líður illa yfir þeirri orðræðu sem dunið hefur á þeim undanfarna daga og vikur.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur að mestu haldið sig til hlés í opinberri umræðu síðustu ár. Hún og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, hafa allar götur frá því þær kynntust reynt að halda einkalífi sínu fyrir sig. Ef frá eru taldar ævisaga Jóhönnu, Minn tími, sem Páll Valsson skrifaði og kom út árið 2017 og bókin Við Jóhanna, eftir Jónínu Leósdóttur, sem kom út árið 2013, hafa þær skýlt einkalífi sínu fyrir kastljósi fjölmiðla. 

„Dapurlegt að fylgjast með þessu“

Jóhanna og Jónína kynntust árið 1985, hófu sambúð fimmtán árum síðar og giftu sig árið 2010. Þeim gekk ágætlega að halda einkalífi sínu að mestu frá opinberri umræðu þar …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
GreiningHinsegin bakslagið

Ef börn­um verð­ur ekki breytt með of­beldi, verð­ur þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár