Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Meira í skrifstofukostnað en krabbameinsrannsóknir

Laun og „ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur“ hjá Krabba­meins­fé­lag­inu voru 558 millj­ón­ir króna í fyrra. Fjár­öfl­un skil­aði fé­lag­inu 666 millj­ón­um króna. Um 14 pró­sent af söfn­un­ar­fé fór í skrif­stofu­kostn­að en um 6 pró­sent í krabba­meins­rann­sókn­ir. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að söfn­un­ar­fé fari að litlu leyti í yf­ir­bygg­ingu, kjarn­a­starf­sem­in snú­ist um ráð­gjöf, fræðslu, for­varn­ir og rann­sókn­ir. Fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins hlaupa á um 900 millj­ón­um króna en það hef­ur með­al ann­ars fjár­fest í Ölmu leigu­fé­lagi.

Meira í skrifstofukostnað en krabbameinsrannsóknir
Snýst ekki aðeins um kaup og sölu á bleikum varningi Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að bleikur mánuður snúist ekki einvörðungu um kaup og sölu á varningi. „Vitundarvakningin og samhugurinn sem henni fylgir er líklega það mikilvægasta.“ Mynd: Heida Helgadottir

Krabbameinsfélag Íslands, sem er skráð sem almannaheillafélag, stendur afar vel fjárhagslega en það er að langmestu leyti rekið fyrir söfnunarfé.
Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var tæplega 1,6 milljarðar króna.
Undanfarin ár hefur félagið fjárfest í innlendum og erlendum hlutabréfum, skuldabréfum og víxlum, þar á meðal nýlega í víxli útgefnum af Ölmu leigufélagi fyrir tæplega 59 milljónir króna. Þar er líka að finna eignarhluti í hlutdeildarskírteinum fjárfestingarsjóða og sem fjárfesta í verðbréfum og skuldabréfum.

Markaðsvirði eigna félagsins sem eru í fjárvörslu var metið á 967 milljónir króna um síðustu áramót. „Skyldur okkar til að ávaxta það fé sem safnast eru mjög ríkar,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Tekjur félagsins hafa vaxið að undanförnu og má rekja það til þess að fjáröflun í tengslum við Bleiku slaufuna og Mottumars hefur skilar fleiri krónum í kassann. Meirihluti söfnunarfjár félagsins kemur þó frá svokölluðum Velunnurum sem nú eru komnir yfir 20 …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Þá standi félagið fyrir ýmsum rannsóknum og séu til að mynda að klára að vinna úr stórri rannsókn þar sem skoðuð er reynsla fólks sem greindist með krabbamein á árunum 2015–2019. „Hér er heilmikið rannsóknarstarf.“

    Þetta er svo mikil þvæla !!
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Skyldur okkar til að ávaxta það fé sem safnast eru mjög ríkar,“
    Peningar eru dauðir hlutir, ávaxta sig ekki. Góðgerðarfélög eiga að láta aðra um fjárglæfrastarfsemi.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár