Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Pólitík og græðgi þvælast fyrir

Tón­list­ar­kon­an Björk lík­ir þeim sem standa í vegi fyr­ir vernd­un nátt­úr­unn­ar við risa­eðlu í and­arslitr­um. Hún dingli þó enn hal­an­um og valdi því mikl­um skaða. Unga fólk­ið sé að leggja ný spil á borð­ið en að póli­tík og græðgi þvæl­ist fyr­ir. Henni finnst Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki hafa sýnt lit í um­hverf­is­mál­um eft­ir að hún tók við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. ,,Það er ör­ugg­lega mar­tröð að vera í þessu sam­starfi í rík­is­stjórn,“ seg­ir Björk, sem nú berst gegn sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um.

Pólitík og græðgi þvælast fyrir

Björk, sem hefur í um aldarfjórðung reglulega risið upp í þágu náttúruverndar á Íslandi, segir að viðbrögð við hamfarahlýnun séu kynslóðaskipt. Gamla kerfið renni sitt skeið á næstu árum, risaeðlan hverfi. Unga fólkið sé að taka við og það skilji hve mikið sé í húfi og hvað þurfi að gera til að draga úr loftslagsbreytingum. „Hamfarahlýnun er alvarlegasta mál sem mannkynið hefur lent í, það er bara þannig. Náttúruvernd snýst að miklu leyti um ást og ungt fólk í dag er tilfinningagreindara og hefur aðrar hugmyndir um verndun jarðarinnar en þær kynslóðir sem komu á undan. Þegar ég gefst upp, það gerist stundum, eða er kvíðin út af umhverfisvernd, hjálpar mér að muna að þetta er kynslóðaskipt,“ segir Björk, sem nú ætlar að freista þess að beina kastljósi heimsins að sjókvíaeldi í fjörðum á Íslandi. Fyrst beinir hún ljósinu í átt að Seyðisfirði en þar eru uppi áform um að …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár