Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Færri lóur kveða burt snjóinn
Fréttir

Færri ló­ur kveða burt snjó­inn

Tug­þús­und­ir mó­fugla tapa bú­svæð­um sín­um ef öll þau 7.000 sum­ar­hús sem bú­ið er að sam­þykkja skipu­lag fyr­ir á land­inu verða byggð. Mó­fugl­um stend­ur einnig hætta af vega­gerð, skóg­rækt og vindorku­ver­um. For­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­landi seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir verði mó­fugl­ar að mestu farn­ir eft­ir hálfa öld.
Óttast að verið sé að liðka fyrir einkarekstri á kostnað Landspítalans
Fréttir

Ótt­ast að ver­ið sé að liðka fyr­ir einka­rekstri á kostn­að Land­spít­al­ans

Fjög­ur einka­fyr­ir­tæki gerðu til­boð í lið­skipta­að­gerð­ir í út­boði Sjúkra­trygg­inga Ís­lands sem opn­uð voru í gær. Gert er ráð fyr­ir að 700 lið­skipta­að­gerð­ir verði gerð­ar á ár­inu og að kostn­að­ur rík­is­ins nemi um ein­um millj­arði. Starfs­fólk á Land­spít­ala sem Heim­ild­in ræddi við ótt­ast að með þessu sé ver­ið að liðka fyr­ir einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu á kostn­að spít­al­ans. For­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir mik­il­vægt að samn­ing­ar við einka­að­il­ana séu tíma­bundn­ir, ann­ars sé hætt við því að hér verði til nýtt heil­brigðis­kerfi sem byggi á einka­væð­ingu.
Okkar hlutverk að skapa tækifærin
Viðtal

Okk­ar hlut­verk að skapa tæki­fær­in

Í Tólf tón­um hafa marg­ir af okk­ar fremstu tón­list­ar­mönn­um stig­ið sín fyrstu skref. Eig­and­inn, Lár­us Jó­hann­es­son, seg­ir æv­in­týri lík­ast að fylgj­ast með þeim ná flugi út í heim. Þeirra á með­al eru ósk­ar­s­verð­launa­haf­inn Hild­ur Guðna­dótt­ir og Vík­ing­ur Heið­ar Ólafs­son sem er á með­al virt­ustu pí­anó­leik­ara heims. „Hann var eng­inn venju­leg­ur dreng­ur.“
Af fimmtán vörum hækkuðu þrettán í verði
FréttirMatarkarfa Heimildarinnar

Af fimmtán vör­um hækk­uðu þrett­án í verði

Þeg­ar Heim­ild­in fór með gaml­ar kassa­kvitt­an­ir í búð­ir kom í ljós að verð á þrett­án af fimmtán vör­um hef­ur hækk­að um­tals­vert. Auð­ur Al­fa Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri verð­lags­eft­ir­lits ASÍ, seg­ir það slá­andi enda séu þess­ar vör­ur eng­inn lúx­us held­ur nauð­syn. Verð­hækk­an­ir hafi gríð­ar­leg áhrif á heim­il­in í land­inu.
Losna loks úr hjólhýsinu
Fréttir

Losna loks úr hjól­hýs­inu

Tveir ung­lings­strák­ar sem lýstu draumi um að fá að búa í íbúð með her­bergi í síð­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar hafa nú feng­ið ósk sína upp­fyllta, ef allt geng­ur að ósk­um á mánu­dag. Þá býðst þeim loks að skoða fé­lags­lega leigu­íbúð. Dreng­irn­ir hafa bú­ið með föð­ur sín­um, Ax­el Ay­ari, í hjól­hýsi á tjald­stæði í Laug­ar­dal frá því í sept­em­ber í fyrra.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Jólasóun: Gámarnir fullir af „góðu stöffi“
Úttekt

Jóla­sóun: Gám­arn­ir full­ir af „góðu stöffi“

Ís­lend­ing­ar kaupa sér og sóa í leið­inni sí­fellt meira á sama tíma og lofts­lags­vá­in knýr fast­ar að dyr­um. Gáma­grams­ar­ar reyna að vinna gegn sóun með því að sækja mat of­an í ruslagáma ut­an við stór­mark­aði, bakarí og heild­söl­ur. Hjá Rauða kross­in­um og Góða hirð­in­um fyll­ist allt af því sem land­inn hafði síð­ast æði fyr­ir; nú síð­ast til að rýma fyr­ir jólagóss­inu.
Jólaverslun í blóma en færri gefa fátækum börnum pakka
Fréttir

Jóla­versl­un í blóma en færri gefa fá­tæk­um börn­um pakka

Mun færri jólapakk­ar handa börn­um sem al­ast upp í fá­tækt hafa ver­ið sett­ir und­ir tréð í Kringl­unni það sem af er að­ventu í ár sam­an­bor­ið við fyrri ár. Mark­aðs­stjóri Kringl­unn­ar seg­ir sam­drátt­inn að nálg­ast 40 pró­sent. Ís­lend­ing­ar hafa hins veg­ar ekki sleg­ið af í jóla­versl­un­inni því áætl­að er að heild­ar­velta smá­vöru­versl­ana verði ríf­lega 123 millj­arð­ar og að hin svo­kall­aða vísi­tölu­fjöl­skylda muni eyða að með­al­tali tæp­um 300 þús­und krón­um í jóla­hald­ið.
Fátækar mæður í samfélagi allsnægta
Viðtal

Fá­tæk­ar mæð­ur í sam­fé­lagi alls­nægta

Mæð­ur sem glíma við fá­tækt segja jól­in átak­an­leg­an tíma því þær geti lít­ið sem ekk­ert gef­ið börn­um sín­um. Til að sog­ast ekki inn í sorg vegna bágr­ar stöðu sinn­ar forð­ast þær um­fjöll­un fjöl­miðla sem þær segja snú­ast um fólk sem geri vel við sig og fjöl­skyld­ur sín­ar í að­drag­anda jóla. Fleiri hafa þurft neyð­ar­að­stoð hjálp­ar­sam­taka fyr­ir þessi jól en í fyrra.
Læknar og barnaverndaryfirvöld tóku þátt í mansali á börnum
Fréttir

Lækn­ar og barna­vernd­ar­yf­ir­völd tóku þátt í man­sali á börn­um

Arny Hinriks­son seg­ir hol­lenska ætt­leið­inga­miðl­un og sam­verka­menn í Sri Lanka hafa ver­ið barna­m­ang­ara. Með sam­krulli við þar­lenda lækna og barna­vernd­ar­yf­ir­völd hafi þau kom­ist upp með glæpi og grætt „millj­ón­ir á millj­ón­ir of­an á sölu á börn­um“. Arny hef­ur að­stoð­að um þrjá­tíu Ís­lend­inga sem grun­ur leik­ur á að hafi ver­ið fórn­ar­lömb man­sals í Sri Lanka á ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.
Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka
Úttekt

Grun­ur um að Ís­lend­ing­ar hafi ver­ið fórn­ar­lömb man­sals á Sri Lanka

Kona sem stýrði man­sals­hring á Sri Lanka sá um að finna börn fyr­ir sam­tök­in Ís­lenska ætt­leið­ingu á ní­unda ára­tugn­um. Hol­lensk­ur tengi­lið­ur sam­tak­anna kom á sam­bandi við kon­una en fyr­ir­tæki hans er sagt hafa tek­ið þátt í man­sali á börn­um. „Ég fékk hroll þeg­ar frétt­ir af þessu bár­ust á dög­un­um og ég næ hon­um ekki úr mér.“ seg­ir Engil­bert Val­garðs­son sem var formað­ur Ís­lenskr­ar ætt­leið­ing­ar á þess­um tíma.

Mest lesið undanfarið ár