Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Fólkið að baki framleiðslunni – og hagnaður þeirra
Greining

Fólk­ið að baki fram­leiðsl­unni – og hagn­að­ur þeirra

Kjúk­linga- og svína­bú skipta tug­um tals­ins og eru í eigu tíu fyr­ir­tækja, en mik­il sam­þjöpp­un hef­ur orð­ið í grein­inni á und­an­förn­um ár­um. Þeg­ar kem­ur að svína­rækt er Stjörnugrís stærsti að­ili á mark­aði með 1.900 gylt­ur og sjö bú, slát­ur­hús og kjötvinnslu. Auk þess er heild­sala í eigu fyr­ir­tæk­is­ins um­svifa­mik­il á mark­aði með inn­flutt kjöt.
Kjötframleiðendur fá áralangan frest á meðan dýrin þjást
Úttekt

Kjöt­fram­leið­end­ur fá ára­lang­an frest á með­an dýr­in þjást

Alls var 6 millj­ón­um ali­fugla og 74 þús­und svín­um slátr­að á Ís­landi í fyrra. Dæmi eru um að gylt­ur geti hvorki lagst né rétt úr sér á bás­um. Á einu búi voru 90 gylt­ur með byrj­andi legusár. Nær all­ir grís­ir eru halaklippt­ir án deyf­ing­ar. Kjúk­ling­ar eru snún­ir úr hálsl­ið án þess að vera rot­að­ir fyrst, sem er ólög­legt. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir lög um vel­ferð dýra brot­in og kall­ar eft­ir breyt­ing­um á eft­ir­liti: „Dýr eiga ekki að þjást.“
Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Íbúðagámar „bestu vistarverur“ fyrir fólk á flótta
Vettvangur

Íbúða­gám­ar „bestu vist­ar­ver­ur“ fyr­ir fólk á flótta

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði á opn­um fundi í Reykja­nes­bæ að bær­inn væri að verða yf­ir­full­ur af um­sækj­end­um um vernd og hann telji að loka verði dyr­un­um þar, ekk­ert ann­að sé hægt að gera í stöð­unni. Hann seg­ir út­lend­inga­mál­in snú­in í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, en við það borð séu mörg sem vilji senda út skila­boð sem muni draga veru­lega úr ásókn fólks til Ís­lands.
Lífshættuleg meðvirkni
Úttekt

Lífs­hættu­leg með­virkni

Ást­vin­ir fólks með vímu­efnarösk­un glíma marg­ir við al­var­leg­an heilsu­brest. Í rann­sókn á líð­an að­stand­enda alkó­hólista kem­ur fram að marg­ir þeirra séu al­var­lega kvíðn­ir og þung­lynd­ir. Al­gengt sé að að­stand­end­ur grein­ist með mígreni, vefjagigt og maga­sár. Heim­il­is­lækn­ir seg­ir með­virkni illa skil­greind­an sjúk­dóm en gríð­ar­legt heil­brigð­is­vanda­mál sem kalli á mikla at­hygli og skiln­ing.
Alkóhólismi rændi heilsu hennar vegna meðvirkni
Viðtal

Alkó­hólismi rændi heilsu henn­ar vegna með­virkni

Helga Ósk­ars­dótt­ir var þjök­uð af and­legri og lík­am­legri van­líð­an vegna alkó­hól­isma. Samt var það ekki hún sem mis­not­aði áfengi eða önn­ur vímu­efni, held­ur var hún orð­in virki­lega veik af með­virkni. Hún var ekki nema fer­tug en leið eins og gam­alli konu. Hún leit­aði sér hjálp­ar, náði bata og hef­ur aldrei ver­ið frísk­ari, 73 ára, þriggja barna móð­ir og sex barna amma.
„Ausa rasismanum yfir allt og alla“
Fréttir

„Ausa ras­ism­an­um yf­ir allt og alla“

Þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar seg­ir sorg­legt að sjá kjörna full­trúa „ausa ras­ism­an­um yf­ir allt og alla“ og er að vísa til um­mæla Ásmund­ar Frið­riks­son­ar, þing­manns og nokk­urra bæj­ar­full­trúa í Reykja­nes­bæ um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um vernd. Formað­ur þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir slíka orð­ræðu vatn á myllu öfga­afla. Þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, seg­ir skipta öllu máli að kom­ið sé fram við flótta­fólk af virð­ingu. Það sé ekki gert þeg­ar ýtt sé und­ir ástæðu­laus­an ótta.
Andúð pólitíkusa í garð flóttafólks geti leitt til ofbeldisverka
Fréttir

And­úð póli­tík­usa í garð flótta­fólks geti leitt til of­beld­is­verka

Ásmund­ur Frið­riks­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir að hóp­ar karl­manna „dökk­ir á brá og brún“ hræði fólk þeg­ar þeir gangi um göt­ur í Reykja­nes­bæ. Þessi orð hans og fleiri um flótta­fólk og um­sækj­end­ur um vernd byggja sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Heim­ild­ar­inn­ar og svör­um Ásmund­ar sjálfs, á sögu­sögn­um. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að í verstu til­fell­um geti slík­ur mál­flutn­ing­ur stjórn­mála­fólks leitt til of­beld­is­verka.
Vöruð við að tala eins og „rasistar út í loftið“
Fréttir

Vör­uð við að tala eins og „ras­ist­ar út í loft­ið“

Bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­nes­bæ full­yrti á bæj­ar­stjórn­ar­fundi að í versl­un­um í bæn­um væru neyð­ar­hnapp­ar vegna hæl­is­leit­enda. Hann við­ur­kenn­ir nú að þetta sé ekki rétt. Á fund­in­um tal­aði bæj­ar­full­trúi Um­bót­ar um ágang hæl­is­leit­enda. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var­aði fólk við að tala eins og ras­ist­ar. Verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um seg­ir slæmt þeg­ar yf­ir­völd láti ljót orð, byggð á sögu­sögn­um, falla um flótta­fólk sem sé í af­ar við­kvæmri stöðu.
„Bergmála það sem mér er sagt“
Úttekt

„Berg­mála það sem mér er sagt“

Sögu­sagn­ir um að fólki standi ógn af flótta­fólki og um­sækj­end­um um al­þjóð­lega vernd í Reykja­nes­bæ, sem sam­kvæmt könn­un Heim­ild­inn­ar á sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um, hafa náð flugi og rat­að í um­búð­um stað­reynda inn á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar og á Al­þingi. Sér­fræð­ing­ar segja hættu­legt að póli­tík­us­ar ýti und­ir ótta vegna ógn­ar sem ekki sé til stað­ar.
Færri lóur kveða burt snjóinn
Fréttir

Færri ló­ur kveða burt snjó­inn

Tug­þús­und­ir mó­fugla tapa bú­svæð­um sín­um ef öll þau 7.000 sum­ar­hús sem bú­ið er að sam­þykkja skipu­lag fyr­ir á land­inu verða byggð. Mó­fugl­um stend­ur einnig hætta af vega­gerð, skóg­rækt og vindorku­ver­um. For­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­landi seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir verði mó­fugl­ar að mestu farn­ir eft­ir hálfa öld.
Óttast að verið sé að liðka fyrir einkarekstri á kostnað Landspítalans
Fréttir

Ótt­ast að ver­ið sé að liðka fyr­ir einka­rekstri á kostn­að Land­spít­al­ans

Fjög­ur einka­fyr­ir­tæki gerðu til­boð í lið­skipta­að­gerð­ir í út­boði Sjúkra­trygg­inga Ís­lands sem opn­uð voru í gær. Gert er ráð fyr­ir að 700 lið­skipta­að­gerð­ir verði gerð­ar á ár­inu og að kostn­að­ur rík­is­ins nemi um ein­um millj­arði. Starfs­fólk á Land­spít­ala sem Heim­ild­in ræddi við ótt­ast að með þessu sé ver­ið að liðka fyr­ir einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu á kostn­að spít­al­ans. For­stjóri Land­spít­al­ans seg­ir mik­il­vægt að samn­ing­ar við einka­að­il­ana séu tíma­bundn­ir, ann­ars sé hætt við því að hér verði til nýtt heil­brigðis­kerfi sem byggi á einka­væð­ingu.

Mest lesið undanfarið ár