Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fólkið að baki framleiðslunni – og hagnaður þeirra

Kjúk­linga- og svína­bú skipta tug­um tals­ins og eru í eigu tíu fyr­ir­tækja, en mik­il sam­þjöpp­un hef­ur orð­ið í grein­inni á und­an­förn­um ár­um. Þeg­ar kem­ur að svína­rækt er Stjörnugrís stærsti að­ili á mark­aði með 1.900 gylt­ur og sjö bú, slát­ur­hús og kjötvinnslu. Auk þess er heild­sala í eigu fyr­ir­tæk­is­ins um­svifa­mik­il á mark­aði með inn­flutt kjöt.

Fólkið að baki framleiðslunni – og hagnaður þeirra

Stjörnugrís ehf.

Vallá, 162 Reykjavík. 

Eigendur Stjörnugríss og systurfélagsins Stjörnueggja eru umsvifamiklir á markaði, bæði hvað varðar framleiðslu á svína- og kjúklingakjöti. Eins þegar kemur að sölu á innfluttu kjöti í gegnum félagið LL42 sem er í eigu Stjörnugríss. 

Svínabú í eigu Stjörnugríss eru rekin á Vallá á Kjalarnesi, Saltvík á Kjalarnesi, Melum í Melasveit, Sléttabóli á Skeiðum, Hýrumel í Reykholti í Borgarfirði og Bjarnastöðum í Grímsnesi. Kjúklingabú Stjörnueggja eru í Sætúni og Saltvík, auk þess sem varphús eru í Brautarholti og á Vallá. 

Geir Gunnar Geirsson, eigandi og framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir að hér á landi séu mun strangari kröfur um aðbúnað við kjötframleiðslu en séu erlendis, „bæði hvað varðar matvælaöryggi, sýklalyfjanotkun, umhverfismál og velferð dýranna. Það hefur sýnt sig í öllum samanburði. Ef allt er borið saman þá stöndum við framar á Íslandi hvað varðar heilnæmi og hreinleika afurða.“ 

En ef svo er, tekst þá íslenskum framleiðendum að nýta …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár