Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Panama-skjölin: Einn ríkasti útgerðarmaður landsins með hlut í félagi á Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Einn rík­asti út­gerð­ar­mað­ur lands­ins með hlut í fé­lagi á Tor­tólu

Út­gerð­ar­stjóri og næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja, Kristján Vil­helms­son, var skráð­ur fyr­ir hlut í fyr­ir­tæk­inu í Horn­blow Cont­in­ental Corp. Kristján og kona hans eiga eign­ir upp á um sjö millj­arða króna. Ann­ar hlut­hafi í Horn­blow, Hörð­ur Jóns­son, seg­ir að fé­lag­ið hljóti að hafa ver­ið stofn­að í gegn­um Lands­banka Ís­lands.
Hversu dýr verður Davíð allur?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hversu dýr verð­ur Dav­íð all­ur?

Dav­íð Odds­son og Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son eru orðn­ir póli­tísk­ir banda­menn og vopna­bræð­ur. Hver hefði trú­að þessu fyr­ir tutt­ugu ár­um, hver hefði trú­að þessu fyr­ir tólf ár­um í miðri deil­unni um fjöl­miðla­frum­varp­ið? Ólaf­ur Ragn­ar mun stíga til hlið­ar fyr­ir Dav­íð af því þeir sækja at­kvæði til nokk­urn veg­inn sama hóps. Dav­íð hef­ur hins veg­ar vald­ið miklu meiri póli­tísk­um skaða en Ólaf­ur Ragn­ar og mun lík­lega gera for­seta­embætt­ið enn póli­tísk­ara.
Panama-skjölin: Systkinin fjögur með félög í skattaskjóli
RannsóknPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: Systkin­in fjög­ur með fé­lög í skatta­skjóli

Skatta­yf­ir­völd á Tor­tóla reyndu að fá upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu fé­lags Karls Werners­son­ar á Tor­tólu. Karl seg­ir skatta­yf­ir­völd á Ís­landi hafa skoð­að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins án frek­ari að­gerða. Þrjú af systkin­um Karls stofn­uðu fyr­ir­tæki í gegn­um Mossack Fon­seca en eitt þeirra, Ing­unn Werners­dótt­ir, fékk tæpa fimm millj­arða króna þeg­ar hún seldi Karli og Stein­grími Werners­son­um hlut sinn í Milest­one ár­ið 2005. Skúli Eggert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri seg­ir upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við lág­skatta­ríki hafa gert mik­ið gagn.
Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
FréttirPanama-skjölin

Yf­ir­lýs­ing Bene­dikts um Tor­tóla­fé­lag­ið vek­ur upp marg­ar spurn­ing­ar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.
Panamaskjölin: Benedikt, faðir Bjarna, átti félag í skattaskjólinu Tortólu
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Bene­dikt, fað­ir Bjarna, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu

Bene­dikt Sveins­son, fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, átti fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu ásamt eig­in­konu sinni. Bene­dikt stofn­aði líka fé­lag í Lúx­em­borg sem um­tals­vert skatta­hag­ræði var af. Bjarni Bene­dikts­son var full­trúi föð­ur síns í stjórn­um margra fyr­ir­tækja á ár­un­um fyr­ir hrun, með­al ann­ars skipa­fé­lags­ins Nes­skipa sem átti dótt­ur­fé­lög í Panama og á Kýp­ur.
Verður læknum á einkareknum heilsugæslustöðvum bannað að greiða sér út arð?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Verð­ur lækn­um á einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðv­um bann­að að greiða sér út arð?

Hvernig pass­ar hug­mynd­in um arð­greiðslu­bann út úr einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðv­um við hug­mynd­ina um auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigð­s­kerf­inu? Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur sett fram rót­tæka hug­mynd um að banna arð­greiðsl­ur en til sam­an­burð­ar er bara einn flokk­ur í Sví­þjóð sem vill ganga svo langt.
Panama-skjölin: Milljarðaslóð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar rakin í skattaskjól
Afhjúpun

Panama-skjöl­in: Millj­arða­slóð Jóns Ás­geirs og Ingi­bjarg­ar rak­in í skatta­skjól

Panama-skjöl­in sýna að Jón Ás­geir Jó­hann­es­son á og teng­ist mikl­um eign­um í skatta­skjól­um þrátt fyr­ir að hann hafi neit­að því í gegn­um ár­in. Þau sýna um­fangs­mik­il við­skipti Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, fjár­fest­is og að­aleig­anda fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365, og Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar í fé­lög­um í skatta­skjól­um heims­ins. Ingi­björg er skráð­ur eig­andi fé­lags­ins Guru In­vest í Panama sem borg­aði upp skuld­ir upp á 2,4 millj­arða við Glitni og Jón Ás­geir er eig­andi Jo­vita Inc. í Panama með­al ann­ars.
Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Úttekt

Eng­ir aðr­ir þing­menn segj­ast vera tengd­ir skatta­skjól­um

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.
Sögur tveggja ráðherra sem sögðu ósatt
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Sög­ur tveggja ráð­herra sem sögðu ósatt

José Manu­el Soria sagði af sér sem þing­mað­ur og ráð­herra í rík­is­stjórn Spán­ar fyr­ir helgi eft­ir að hafa sagt ósatt um að­komu sína að fé­lagi í skatta­skjól­inu Jers­ey. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son laug um að­komu sína að fé­lag­inu í skatta­skjól­inu Wintris en sagði af sér ráð­herra­dómi en held­ur áfram að vera formað­ur og þing­mað­ur næst­stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins. Er stjórn­mála­menn­ing­in á Ís­landi spillt­ari en stjórn­mála­menn­ing­in á Spáni?
Panamaskjölin: Karl Wernersson stofnaði félag hjá Mossack Fonseca sem tók við milljörðum frá Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Karl Werners­son stofn­aði fé­lag hjá Mossack Fon­seca sem tók við millj­örð­um frá Ís­landi

Karl Werners­son not­aði fé­lag á Seychell­es-eyj­um til að taka við arði, lána pen­inga og fá lán frá Ís­landi. Leiftri ltd. tók með­al ann­ars við tæp­lega þriggja millj­arða láni frá Milest­one sem aldrei fékkst greitt til baka. Karl seg­ir að Leiftri hafi tap­að öllu sínu í hrun­inu. Pana­maskjöl­in sýna að fé­lag­ið var lagt nið­ur ár­ið 2012 skömmu eft­ir að það af­skrif­aði millj­arðs króna skuld móð­ur­fé­lags lyfja­versl­un­ar­inn­ar Lyfja og heilsu á Ís­landi.
Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Leysa upp skatta­skjóls­fé­lag­ið sem Pálmi not­aði til að flytja fjóra millj­arða til Tor­tóla

Fons, fé­lag Pálma Har­alds­son­ar, var á end­an­um í eigu tveggja Tor­tóla­fé­laga í gegn­um Matt­hew Hold­ings S.A. í Lúx­em­borg. Nú hef­ur dóm­stóll í Lúx­em­borg kveð­ið upp úr­skurð um slit á Matt­hew Hold­ings sem ekki hef­ur skil­að árs­reikn­ingi frá ár­inu 2006. Eng­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar eru því til um af­drif 4,2 millj­arða króna arðs frá Fons sem rann tll Lúx­em­borg­ar frá Ís­landi 2007.
Gunnlaugur hefði þurft að greiða 127 milljónir í skatt af Tortólafélaginu eftir lagabreytinguna
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Gunn­laug­ur hefði þurft að greiða 127 millj­ón­ir í skatt af Tor­tóla­fé­lag­inu eft­ir laga­breyt­ing­una

Gunn­laug­ur Sig­munds­son hefði þurft að greiða tekju­skatt af arð­greiðslu út úr fé­lagi sem hann átti í Lúx­em­borg ef hann hefði greitt arð­inn út eft­ir ár­ið 2010. Þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gerðu báð­ir ráð­staf­an­ir í af­l­ands­fé­lög­um sín­um fyr­ir lag­breyt­ing­una þann 1. janú­ar 2010. Tekju­skatt­ur­inn af arð­greiðsl­unni hefði num­ið að minnsta kosti 127 millj­ón­um eft­ir 1. janú­ar 2010 en fyr­ir það hefði lög­bund­in greiðsla skatts af arð­in­um átt að vera um 35 millj­ón­ir króna.

Mest lesið undanfarið ár