Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
FréttirThorsil-málið

Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins íhug­ar að fjár­festa í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki fjár­mála­ráð­herra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.
Macchiarini yfirheyrður og neitar sök: Landspítalinn sendi gögn
FréttirPlastbarkamálið

Macchi­ar­ini yf­ir­heyrð­ur og neit­ar sök: Land­spít­al­inn sendi gögn

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Pau­lo Macchi­ar­ini neit­ar ásök­un­um um mann­dráp af gá­leysi í plast­barka­að­gerð­un­um. And­emariam Beyene var send­ur til Karol­inska-sjúkra­húss­ins af ís­lenska lækn­in­um Tóm­asi Guð­bjarts­syni í maí 2011 þar sem ákveð­ið var að græða í hann plast­barka. Eng­inn starfs­mað­ur Land­spít­ala hef­ur ver­ið tek­inn í skýrslu hjá ákæru­vald­inu. Tóm­as var svo með­höf­und­ur um að vís­inda­grein um að­gerð­ina á And­emariam þar tal­að var um að hún hefði heppn­ast vel.
Einkavæðing innan heilsugæslunnar: Einungis þrír læknahópar sóttu um þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing inn­an heilsu­gæsl­unn­ar: Ein­ung­is þrír lækna­hóp­ar sóttu um þrjár einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar

Teit­ur Guð­munds­son heim­il­is­lækn­ir er í fyr­ir­svari fyr­ir tvo af þrem­ur lækna­hóp­um sem sóttu um rekst­ur nýrra þriggja heilsu­gæslu­stöðva. Þór­ar­inn Ing­ólfs­son fer fyr­ir hinum hópn­um en stöðv­arn­ar eiga að vera í Álf­heim­um, Bílds­höfða og Urriða­hvarfi sam­kvæmt til­lög­un­um. Guð­mund­ur Karl Snæ­björns­son heim­il­is­lækn­ir hætti við að sækja um og var­ar við að ör­yggi sjúk­linga sé stefnt í hættu.
Panamaskjölin: Eigendur elstu heildverslunar Íslands stunduðu viðskipti gegnum Tortólu
RannsóknPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Eig­end­ur elstu heild­versl­un­ar Ís­lands stund­uðu við­skipti gegn­um Tor­tólu

Erf­ingj­ar heild­söl­unn­ar Ó. John­son og Kaaber, seldu hluta­bréf til Tor­tóla­fé­lags fyr­ir nærri 330 millj­ón­ir króna. Fjög­ur systkini og móð­ir þeirra stýrðu fé­lag­inu sem hét Eliano Mana­gement Corp sem hóf lán­tök­ur upp á mörg hundruð millj­ón­ir króna í bönk­um í Lúx­em­borg. Systkin­in, með­al ann­ars fyrr­ver­andi frétta­mað­ur­inn Helga Guð­rún John­son, neita að tala um Tor­tóla­fé­lag­ið. Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir veru­legt skatta­hag­ræði kunna að hafa ver­ið af fé­lag­inu.
Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli
AfhjúpunPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Not­aði börn­in sín í skatta­skjóli

Sig­urð­ur Bolla­son fjár­fest­ir skuld­batt þrjú börn sín sem lögráða­mað­ur þeirra í við­skipt­um fé­laga í skatta­skjól­um. Fjög­urra og sex ára göm­ul börn eru skráð­ir eig­end­ur skúffu­fé­laga. Sig­urð­ur og við­skipta­fé­lagi hans, Magnús Ár­mann, eru næst um­svifa­mest­ir í Pana­maskjöl­un­um á eft­ir Björgólfs­feðg­um. Arð­greiðsl­ur frá fé­lög­um hjá Mossack Fon­seca nema á sjötta millj­arð króna. Millj­arð­ar voru af­skrif­að­ir hjá þeim báð­um eft­ir hrun en Pana­maskjöl­in sýna mikl­ar eign­ir þrátt fyr­ir það.
Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans
FréttirHraðbraut

Ólaf­ur hef­ur tek­ið 18 millj­óna arð og lán­að 23 millj­ón­ir úr Hrað­braut eft­ir lok­un skól­ans

Ólaf­ur Hauk­ur John­son reyn­ir að þrýsta á Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af því hann vill gera nýj­an þjón­ustu­samn­ing við ráðu­neyt­ið fyr­ir Hrað­braut. Þrátt fyr­ir gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á arð­greiðsl­ur og lán­veit­ing­ar út úr skól­an­um hef­ur hann hald­ið áfram að taka arð úr rekstr­ar­fé­lagi skól­ans og veita lán út úr því þrátt fyr­ir að fé­lag­ið sé tekju­laust. Fjár­mun­ir fé­lags­ins eru bún­ir.
Landspítalinn hættir langtímaleigu
FréttirHeilbrigðismál

Land­spít­al­inn hætt­ir lang­tíma­leigu

Land­spít­al­inn hef­ur um ára­bil leigt út 12 íbúð­ir á Víf­ils­stöð­um til starfs­manna á verði sem er langt und­ir leigu­verði á mark­aði. Í apríl ákvað Land­spít­al­inn að hætta lang­tíma­leigu þess­ara íbúða. 73 fer­metra íbúð var til dæm­is leigð út á 62 þús­und ár­ið 2011. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is kom í veg fyr­ir hækk­un leigu­verðs­ins fyr­ir ára­tug síð­an.
Á félag í skattaskjóli og fær ríkisstyrki til landbúnaðar með GAMMA
FréttirMenntamál

Á fé­lag í skatta­skjóli og fær rík­is­styrki til land­bún­að­ar með GAMMA

Hell­en Magne Gunn­ars­dótt­ir er í Pana­ma­gögn­un­um ásamt eig­in­manni sín­um Erni Karls­syni en þau eiga fé­lag sem á 280 millj­óna króna eign­ir á Tor­tólu. Þau stunda við­skipti við Kirkju­bæj­ar­sk­laust­ur með sjóði í eigu GAMMA sem sér­hæf­ir sig í land­bún­aði en fyr­ir­tæki þeirra stund­ar nytja­skóg­rækt. Rík­is­stofn­un á sviði skóg­rækt­ar fjár­magn­ar nytja­skóg­rækt­ina á jörð­inni til 40 ára.
Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
AfhjúpunPanamaskjölin

Flett of­an af Björgólfs­feðg­um: Reikn­ing­ur í skatta­skjóli og banka­hólf opn­uð í hrun­inu

Gögn frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca varpa ljósi á ótrú­lega um­fangs­mik­il við­skipti feðg­anna Björgólfs Guð­munds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar í skatta­skjól­um fyr­ir og eft­ir hrun­ið 2008. Feðg­arn­ir tengd­ir meira en 50 fé­lög­um. Dótt­ir Björgólfs Guð­munds­son­ar opn­aði banka­reikn­ing og banka­hólf í Sviss og neit­ar að segja af hverju. Óþekkt lán­veit­ing upp á 3,6 millj­arða til Tor­tóla­fé­lags. Fé­lag sem Björgólf­ur eldri stýrði fékk millj­arð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyr­ir­tæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skatta­skjóli.
Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
FréttirHvalveiðar

Eig­in­mað­ur þing­konu far­inn á hval­veið­ar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu: Einn fimmti hluti greiðslna frá ríkinu tekinn út sem arður
ÚttektEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu: Einn fimmti hluti greiðslna frá rík­inu tek­inn út sem arð­ur

Einka­rek­in mynd­grein­ing­ar­fyr­ir­tæki á sviði lækn­is­fræði eru með­al arð­bær­ustu fyr­ir­tækj­anna í heibrigð­is­geir­an­um. Tvö þeirra skila drjúg­um hagn­aði og geta greitt út tug­millj­óna króna arð til hlut­hafa sinna á hverju ári. Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigð­is­ráð­herra vill ekki hrófla við mögu­leik­um þess­ara fyr­ir­tækja til að greiða út arð til hlut­hafa en hann ætl­ar hins veg­ar að banna arð­greiðsl­ur út úr einka­rekn­um heilsu­gæslu­stöðv­um. Ekk­ert eft­ir­lit er með arð­greiðsl­um út úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um á Ís­landi.
Eiga fé í skattaskjólum en segjast eignalaus á Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Eiga fé í skatta­skjól­um en segj­ast eigna­laus á Ís­landi

Fyrr­ver­andi eig­end­ur og stjórn­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds eru prókúru­haf­ar í þrem­ur skatta­skjóls­fé­lög­um á Seychell­es-eyj­um. Þeir skilja eft­ir sig skulda­slóð á Ís­landi en nota fé­lög­in í skatta­skjól­inu til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi. Skipta­stjóri Sunds seg­ir að erf­ið­lega hafi geng­ið að inn­heimta kröf­ur sem fyrri eig­end­ur Sunds voru dæmd­ir til að greiða þrota­bú­inu.
Hlutirnir sem við ræðum þegar við tölum um Davíð Oddsson
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Hlut­irn­ir sem við ræð­um þeg­ar við töl­um um Dav­íð Odds­son

Dav­íð Odds­son er eini for­setafram­bjóð­and­inn sem er sann­ar­lega um­deild­ur eft­ir ára­tuga­langa að­komu að stjórn­mála­líf­inu á Ís­landi sem borg­ar­stjóri, þing­mað­ur, seðla­banka­stjóri og rit­stjóri. Hef­ur þetta ein­hverj­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­ræð­urn­ar um for­setafram­bjóð­and­ann Dav­íð Odds­son? Á að tala með öðru­vísi hætti um for­tíð um­deildra stjórn­mála­manna en annarra fram­bjóð­enda?
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: „Þessi reynsla varð mér per­sónu­lega mjög erf­ið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.
Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug fengu 162 milljóna fjármagnstekjur frá Wintris árið 2009
FréttirWintris-málið

Sig­mund­ur Dav­íð og Anna Sig­ur­laug fengu 162 millj­óna fjár­magn­s­tekj­ur frá Wintris ár­ið 2009

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son reyn­ir að stilla eign­ar­hald­inu á Wintris upp eins og hann hafi aldrei átt hlut í fé­lag­inu. Hann birt­ir upp­lýs­ing­ar um skatt­skil eig­in­konu sinn­ar frá þeim tíma þeg­ar hún átti Wintris en birt­ir ekki upp­lýs­ing­ar um eig­in skatta­skil jafn­vel þó hann hafi átt Wintris með henni. Sig­mund­ur Dav­íð seg­ir að þau hjón­in hafi greitt meira en 300 millj­ón­ir í skatta frá ár­inu 2007 en hann seg­ir ekki frá eig­in skatt­greiðsl­um.
Jafet um viðskipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaupir kók alltaf eða?“
FréttirPanamaskjölin

Jafet um við­skipti við Wintris: „Ferð þú út í búð og kaup­ir kók alltaf eða?“

Jafet Ólafs­son kem­ur fyr­ir í upp­lýs­ing­um um við­skipti með kröfu sem Wintris, Tor­tóla-fé­lag Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, átti á hend­ur Glitni. Hann seg­ir við­skipt­in hafa átt sér stað í hrun­inu en vill ann­ars ekki ræða þau. Kraf­an skipti þrisvar um hend­ur á leið sinni frá Wintris og til banda­rísks vog­un­ar­sjóðs.

Mest lesið undanfarið ár