Friðrika Benónýsdóttir

Uppskrift: Sumarsalat með sólartilfinningu
Uppskrift

Upp­skrift: Sum­arsal­at með sól­ar­til­finn­ingu

Sumar­ið er kom­ið, hvað sem hita­stig­inu líð­ur, og þá þrá­um við flest létt­ari mat, helst með fersk­um ávöxt­um, og gjarna svo­lít­ið fram­andi yf­ir­bragði. Þetta skel­fiskssal­at upp­fyll­ir öll skil­yrði um sum­armat og það ligg­ur við að mað­ur sjái fyr­ir sér sól­ina glampa á hvít­víns­glasi á dekk­uðu borði úti í garði á heit­um degi við lest­ur upp­skrift­ar­inn­ar. Og ef hann rign­ir þá fær­ir sal­at­ið okk­ur sum­ar­til­finn­ing­una beint í æð þótt við eld­hús­borð­ið sé.
Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni
Fréttir

Dag­far­sprúð­ur drullu­sokk­ur leit­ar að feg­urð­inni

Bjart­mar Guð­laugs­son þekk­ir öll þjóð­in. Lög hans og text­ar hafa stimpl­að sig ræki­lega inn í vit­und henn­ar og þeg­ar val­ið var Óska­lag þjóð­ar­inn­ar í sjón­varps­þátt­um hjá RÚV sigr­aði lag hans Þannig týn­ist tím­inn með yf­ir­burð­um. Bjart­mar er líka þekkt­ur list­mál­ari og nú hef­ur þriðja list­grein­in bæst í safn­ið því í haust kem­ur út hans fyrsta skáld­saga um leið og nýr geisladisk­ur lít­ur dags­ins ljós. Hann seg­ist loks vera hætt­ur að fela til­finn­ing­ar sín­ar og neit­ar að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið dans á rós­um en hann seg­ist sátt­ur í dag.
Fegursta setning íslenskra bókmennta
Friðrika Benónýsdóttir
Skoðun

Friðrika Benónýsdóttir

Feg­ursta setn­ing ís­lenskra bók­mennta

Feg­urð­in býr í bók­mennt­un­um, í tungu­mál­inu og beit­ingu þess – eða svo er alla­vega stund­um sagt við há­tíð­leg til­efni. En hef­ur sú feg­urð var­an­leg áhrif á les­and­ann? Greyp­ist hún í huga hans og ger­ir hann að betri mann­eskju? Hafa bók­elsk­ir slík­ar setn­ing­ar á hrað­bergi? Og er ein­hug­ur um það hvað er fag­ur texti? Við leit­uð­um til mektar­fólks í ís­lensku menn­ing­ar­lífi...
Öll föst í sömu fermingarveislunni
Viðtal

Öll föst í sömu ferm­ing­ar­veisl­unni

Ei­rík­ur Örn Norð­dahl hef­ur ver­ið bú­sett­ur er­lend­is und­an­far­ið ár en er nú al­kom­inn heim, bú­inn að kaupa sér hús á Ísa­firði og senda nýj­ustu skáld­sögu sína, Heimsku, til for­leggj­ar­ans. Síð­asta skáld­saga hans, Illska, hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in og er kom­in út á Norð­ur­lönd­un­um, í Þýskalandi og Frakklandi, en það var ein­mitt vegna út­gáfu henn­ar í síð­ast­nefnda land­inu sem Ei­rík­ur varði tveim­ur dög­um í Par­ís, þar sem hann tók á móti straumi blaða­manna og ljós­mynd­ara og hélt um skeið að hann hefði breyst í Nicole Kidm­an.

Mest lesið undanfarið ár