Fegurðin býr í bókmenntunum, í tungumálinu og beitingu þess – eða svo er allavega stundum sagt við hátíðleg tilefni. En hefur sú fegurð varanleg áhrif á lesandann? Greypist hún í huga hans og gerir hann að betri manneskju? Hafa bókelskir slíkar setningar á hraðbergi? Og er einhugur um það hvað er fagur texti? Við leituðum til mektarfólks í íslensku menningarlífi og fengum það til að velja þá setningu sem því þætti fegurst í íslenskum bókmenntum.
„Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.“
Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri Fréttablaðsins valdi þessa setningu úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson. „Það er allt í þessu. Hið hæsta og hið lægsta, hið jarðneska og himneska, stórt sem smátt,
Athugasemdir