Friðrika Benónýsdóttir

Fær alveg sérstakt ánægjubros frá konunni
Fréttir

Fær al­veg sér­stakt ánægju­bros frá kon­unni

G.  Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerð­ar­inn­ar, er ástríðu­kokk­ur og mik­ill áhuga­mað­ur um allt sem við­kem­ur mat og mat­ar­gerð. Hann rækt­ar sitt eig­ið krydd, sult­ar sín eig­in rifs­ber og reyn­ir yf­ir­leitt að búa all­an mat til frá grunni. Hann er þeirr­ar skoð­un­ar að holl­ast sé að borða allt – bara í hófi – sér­stakt holl­ustu­fæði sé ekki mál­ið.
Hamingjan felst ekki í sófa
Innlit

Ham­ingj­an felst ekki í sófa

Í smekk­legu endarað­húsi á Álfta­nes­inu býr Jóna Val­borg Árna­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Rannís og rit­höf­und­ur, ásamt manni sín­um, Vil­hjálmi Bergs, og börn­um þeirra þrem­ur, Garpi, Vikt­ori og Veru. Það er aug­ljóst um leið og inn er kom­ið að þarf­ir barn­anna eru í fyr­ir­rúmi við inn­rétt­ing­ar og fyr­ir­komu­lag, enda seg­ir Jóna Val­borg að það hafi ver­ið for­gangs­at­riði við val á hús­næði að þar færi vel um börn­in.
Fagnar öllu sem bítur á
Uppskrift

Fagn­ar öllu sem bít­ur á

Dögg Hjaltalín, eig­andi bóka­út­gáf­unn­ar Sölku, er for­fall­in veiði­kona og veit fátt skemmti­legra en að standa á ár­bakka í góðra vina hópi og gleðj­ast yf­ir góð­um feng. Veiði­ferð­ir snú­ast þó um fleira en veið­ina sjálfa, fé­lags­skap­ur­inn og fæð­ið eru stór hluti af skemmt­un­inni og Dögg er sér­fræð­ing­ur í að pakka í nestistösk­ur fyr­ir veiði­ferð­ir, auk þess sem hún eld­ar auð­vit­að fisk­inn sem hún veið­ir af sannri lyst.
Hversdagsleikinn er hulduefnið
Menning

Hvers­dags­leik­inn er huldu­efn­ið

Björg Svein­björns­dótt­ir hélt til Ísa­fjarð­ar fyr­ir tveim­ur ár­um til að kynna bók sína, Hljóð­in úr eld­hús­inu, og í þeirri ferð ákvað hún að flytja vest­ur. Nú hef­ur hún, ásamt vin­konu sinni, Vaida Bražiūnaitė, opn­að Skó­búð­ina, hvers­dags­safn og versl­un sem sel­ur list og hönn­un fólks sem ým­ist býr á Ísa­firði eða teng­ist svæð­inu. Hver er hug­mynd­in að baki þessu fram­taki? „Skó­búð­in...
Ævintýraheimur í Laugardalnum
Innlit

Æv­in­týra­heim­ur í Laug­ar­daln­um

Allie Doersch ólst upp í Col­orado og gekk í lista­há­skóla í Flórída þar sem hún lærði myndskreyt­ing­ar og kynnt­ist eig­in­manni sín­um, Guð­jóni Erni Lárus­syni. Nú hef­ur hún bú­ið á Ís­landi í tvö ár, vinn­ur sem teikn­ari hjá Öss­uri, syng­ur með pönk­hljóm­sveit­inni Tófu og var að klára myndskreyt­ing­ar við barna­bók. Hún seg­ir myrkr­ið og hvítu vegg­ina á Ís­landi hafa ver­ið þrúg­andi í fyrstu en það hef­ur hún leyst með því að skapa lit­rík­an æv­in­týra­heim í tveggja her­bergja íbúð í Laug­ar­daln­um.
Jafnast ekkert á við gott stelpupartí
Uppskrift

Jafn­ast ekk­ert á við gott stelpupartí

Sumar­ið er tím­inn, eins og skáld­ið sagði, og þá vilj­um við gjarn­an safna í kring­um okk­ur skemmti­legu fólki og halda sum­arpartí – helst í garð­in­um. Það er þó ekki endi­lega víst að par­tí­ið verði eins flott og við höfð­um hugs­að okk­ur og því ekki úr vegi að leita góðra ráða hjá fólki með sér­þekk­ingu. Marta María Jón­as­dótt­ir, drottn­ing­in af Smartlandi, kann flest­um bet­ur að halda gott partí, auk þess sem hún er eð­al­kokk­ur og var mat­reiðslu­bók henn­ar, MMM, til­nefnd til Gourmand-verð­laun­anna í fyrra.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu