Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekkert líf í þrjá mánuði

Árni Þór Árna­son, kynn­inga­stjóri For­lagins, á sér ekk­ert líf á með­an jóla­bóka­flóð­ið stend­ur yf­ir.

Ekkert líf í þrjá mánuði

Jólabókaflóðið er rétt handan við hornið og í því mæðir mikið á kynningarstjórum forlaganna, sem sjá um skipulagningu á öllu sem viðkemur því að koma bókunum á framfæri. Árni Þór Árnason, kynningarstjóri Forlagsins, viðurkennir að þá þrjá mánuði sem flóðið stendur yfir eigi hann sér ekkert líf, sem væri glatað ef starfið væri ekki svona skemmtilegt, en þá fái hann útrás í að spila pönk sem hann fullyrðir að sé hreinsandi.

Fyrsta spurningin sem ég spyr Árna Þór er einfaldlega: Hvað gerir kynningarstjóri bókaforlags eiginlega?

„Í raun er þetta mjög einfalt: Ég reyni eftir besta megni að kynna bækurnar sem við gefum út fyrir almenningi og þar með vekja áhuga fólks á nýjum bókmenntum – og bókmenntum yfir höfuð ef við förum í stóru myndina. Aðferðirnar við að ná til fólks eru þó afar mismunandi, allt frá því að skipuleggja viðtöl í fjölmiðlum yfir í að framkvæma gjörninga úti á götu. Þetta er sem sagt mjög skapandi starf, mikil hugmyndavinna og oftar en ekki mikill hasar. Skemmtilegast er ef til vill að fá að vinna svona mikið með höfundunum sjálfum. Fyrir jólin þarf í miðri geðveikinni að halda þétt utan um kynningarstarfsemina og skipulagið og veita pepp og knús eftir því sem við á. Auk þess sé ég um flesta viðburði sem Forlagið heldur, heimasíðuna og samfélagsmiðlana.“

Er þetta ekki stressandi starf; dílandi við úttaugaða rithöfunda og geðstirða fjölmiðlamenn daginn út og inn?

„Tjahh. Oftar en ekki er það líka hlutverk manns að halda kúlinu og leysa málin. Man eftir sérstaklega zen momenti þegar höfundur hringdi í mig úr útvarpsþætti og ætlaði að hrekkja mig með að segja mér að hræðilegri sögu af honum sjálfum hefði verið lekið og hún væri á leið í fjölmiðla og spurði hvað hann ætti til bragðs að taka. Hrekkurinn var ónothæfur því ég brjálaðist ekki heldur leysti málið. Viðurkenni þó að þrjá mánuði á ári á ég mér ekki líf. Sem væri glatað ef þetta væri ekki svona ógeðslega gaman!“

En hvernig lentirðu í þessu starfi? Varla hefur það verið æskudraumurinn að verða kynningarstjóri bókaforlags þegar þú yrðir stór?

„Ég var heppinn. Hafði örugglega eitthvað til brunns að bera en var líka bara heppinn. Ég er útskrifaður úr bókmenntafræði og langaði, eins og örugglega flesta bókmenntafræðinga, að komast í starf hjá útgáfu. Vandinn er bara að það eru svo fáar stöður í boði og starfsaldurinn í þessum bransa alveg fáránlega hár. Þegar ég tók mastergráðu í ritstjórn og útgáfu var hluti af náminu starfsnám. Ég komst inn hjá Forlaginu og var ráðinn beint úr nemastöðunni. Hef talið mig heppinn að hafa komist inn í þennan geira síðan. Annars var æskudraumurinn að vera rokkstjarna en þann draum er ég enn að elta svona on the side.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár