Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Til í að gera dyraat hjá dauðanum

Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Didda, er með lit­rík­ari karakt­er­um á ís­lenskri bók­mennta­senu. Hún leik­ur að­al­hlut­verk­ið í síð­ustu mynd Sól­veig­ar An­spach. Hún seg­ist loks vera far­in að sætta sig við sjálfa sig, eft­ir ára­tuga glímu við eftir­köst slyss sem hún lenti í þriggja ára, og að reiði pönk­ar­inn heyri sög­unni til – að mestu.

Didda bíður mín fyrir utan Kaffi Vest, samankreppt í næðingnum og lítur út eins og tólf ára stelpa að bíða eftir skólarútunni. Hún gefur mér hraustlegt knús og hlær sínum ólýsanlega hlátri áður en við setjumst niður og látum fara vel um okkur við undirleik gamalla amerískra slagara. Við byrjum á að ræða um Söruh Kane og þýðingu Diddu á verki hennar 4.48 Psychosis, síðasta verkinu sem hún skrifaði áður en hún stytti sér aldur. 

„Ég kynntist Söruh fyrst fyrir rúmum tíu árum þegar ég var beðin að þýða þetta verk fyrir Borgarleikhúsið,“ segir Didda þegar ég spyr hvort þær Kane séu ekki gamlar vinkonur. „Það fór aldrei á svið þar og ég skilaði raunar aldrei nema fyrsta uppkasti af þýðingunni. Það þýðir þó ekki að ég hafi ekki skilið verkið og orðið snortin af því, enda er þetta óskaplega áhrifamikið og óþægilegt verk. Ekki síst fyrir okkur sem lifum í þessu greiningabrjálaða þjóðfélagi. Þessi texti er alfarið byggður á reglustiku greininganna sem hún hafði hlotið og í einmanaleika sínum kemst hún að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert annað hægt að gera en að slökkva á þessu sjálfi. Þessi aðskilnaður þeirra sem hljóta einhverja greiningu og hinna sem eru taldir „heilbrigðir“ er svo fáránlegur. Þannig er ekki lífið. Ég upplifi sífellt sterkar að eftir því sem fjarlægðin milli þín sem sjúks einstaklings og þeirra sem þú ert að reyna að vera samferða eykst því auðveldara verður að ganga inn í þessi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár