Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Öll föst í sömu fermingarveislunni

Ei­rík­ur Örn Norð­dahl hef­ur ver­ið bú­sett­ur er­lend­is und­an­far­ið ár en er nú al­kom­inn heim, bú­inn að kaupa sér hús á Ísa­firði og senda nýj­ustu skáld­sögu sína, Heimsku, til for­leggj­ar­ans. Síð­asta skáld­saga hans, Illska, hlaut Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in og er kom­in út á Norð­ur­lönd­un­um, í Þýskalandi og Frakklandi, en það var ein­mitt vegna út­gáfu henn­ar í síð­ast­nefnda land­inu sem Ei­rík­ur varði tveim­ur dög­um í Par­ís, þar sem hann tók á móti straumi blaða­manna og ljós­mynd­ara og hélt um skeið að hann hefði breyst í Nicole Kidm­an.

Ég næ Eiríki í klukkutíma spjall á Kjarvalsstöðum snemma morguns þegar hann er nýlentur frá Svíþjóð og á leið út á flugvöll til að fljúga heim til Ísafjarðar. Hann er sjálfum sér líkur, hatturinn á sínum stað, og það er engin hætta á að maður verði uppiskroppa með samræðuefni þegar hann er annars vegar. Hann byrjar á að segja mér frá nýju skáldsögunni, Heimsku.

„Ef ég er ekki að ljúga að þér þá held ég að upphaflega hugmyndin hafi snúist um eftirlitssamfélag þar sem allir eru meira og minna aldir upp við það að allt sem þeir gera sjáist alls staðar og það sé svona til þess að gera ódramatískt ástand, bara eðlilegur hluti af lífinu. Og ég vildi skoða hvað gerist í þannig heimi þegar allt í einu er slökkt á eftirlitinu og þú verður meira og minna ósýnilegur öðrum. Við erum svo vön því að líta á eftirlitssamfélag eingöngu sem kúgandi afl en við erum líka hrædd við að vera án þess, alveg eins og þegar maður er einn að ganga heim í myrkrinu og óttast að þá verði ráðist á mann, en hefur engar áhyggjur af því ef maður er umkringdur fullt af fólki, sem væri kannski lógískara.

Þetta var sem sagt grunnhugmyndin. En þó þetta sé stutt bók þá er nú ansi margt í henni. Ég skrifaði hana á bilinu fimm til átta sinnum, eftir því hvernig það er talið. Hún gerist á Ísafirði í óskilgreindri framtíð og að svo miklu leyti sem hún er sci-fi er hún light sci fi, það hefur eiginlega ekkert breyst nema það að nú sést til manns alls staðar. Sagan fjallar um hjón sem bæði eru rithöfundar og heita Áki og Lenita Talbot og eru skilin þegar bókin hefst. Þau hafa tamið sér þann sið að hefna sín hvort á öðru með því að póka hvort annað þegar þau sofa hjá einhverjum öðrum, sem gerist nú ansi oft, þannig að hitt getur séð það sem fram fer. Þetta verður að sadískri hringrás sem þau eiga bágt með að rjúfa, en ég ætla ekki að segja þér hvers vegna þau skildu, en það upplýsist um miðja bók og varpar ljósi á þetta háttalag.“

Fíkn í opinská einkaviðtöl

Í hverju felst heimskan sem bókin dregur nafn sitt af? „Á íslensku þýðir heimska upphaflega að vera ósigldur en þetta er eiginlega öfug heimska að því leytinu til að það verður svo fullkomið óverlód af veruleika annarra sem tengist auðvitað félagsmiðlanotkun okkar í dag. Þegar maður er orðinn svo meðvitaður um það hvernig annað fólk hagar sér að maður fer að glata innsæinu vegna þess að maður fær aldrei neinn tíma til að búa til perspektíf. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár