Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun
Fréttir

Átján leit­uðu til Stíga­móta í fyrra eft­ir hópnauðg­un

Fimmt­ung­ur kvenna sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra vegna nauðg­ana eða nauðg­un­ar­tilrauna greindu frá því að ger­andi hafi nýtt sér með­vit­und­ar­leysi sitt vegna áfeng­is og/eða lyfja. Einn karl­mað­ur greindi frá því sama. Sex­tán kon­ur og tveir karl­menn leit­uðu þang­að vegna hópnauðg­un­ar. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Stíga­móta sem kom út í dag. Helm­ing­ur brota­þola nauðg­un­ar fraus eða fannst lík­am­inn lam­ast.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
Segja almannavarnir í hættu nema spilakassareglur verði samrýmdar
Fréttir

Segja al­manna­varn­ir í hættu nema spila­kassa­regl­ur verði sam­rýmd­ar

Tekj­ur Ís­lands­spila hafa minnk­að um 70% frá alda­mót­um. Stjórn fé­lags­ins rek­ur tekjutap­ið til þess að Happ­drætti Há­skóla Ís­lands hafi ár­ið 1999 neit­að að end­ur­nýja sam­komu­lag á spila­kassamark­aði um að hvor­ug­ur að­ili myndi stækka of mik­ið á kostn­að hins. Síð­an þá hafi hagn­að­ur HHÍ vax­ið mik­ið. Stjórn Ís­lands­spila seg­ir eig­end­ur sína, Rauða kross­inn og Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björgu, ekki geta sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu nema að­stöðumun­ur á spila­kassamark­aði sé leið­rétt­ur.
Hæsti vinningur hækkar úr 300 þúsundum í 5 milljónir
Greining

Hæsti vinn­ing­ur hækk­ar úr 300 þús­und­um í 5 millj­ón­ir

Ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu spila­korta til að koma í veg fyr­ir nafn­leysi og „falska vinn­inga“. Þrátt fyr­ir það hef­ur verk­efn­ið ver­ið á að­gerða­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka síð­an Ís­land fór á gráa list­ann. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið legg­ur nú hins veg­ar til breyt­ing­ar á reglu­gerð um spila­kassa Ís­lands­spila þar sem há­marks­vinn­ing­ur er hækk­að­ur úr 300 þús­und krón­ur í 5 millj­ón­ir. Virk­ur spilafík­ill vill hert að­gengi að spila­köss­um frek­ar en að banna þá.
Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum
Skýring

Skað­leg karl­mennska eyk­ur þögg­un um kyn­ferð­is­brot gegn drengj­um

Skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku minnka lík­ur á að dreng­ir og karl­menn sem hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi leiti sér hjálp­ar. Þetta eru rang­hug­mynd­ir á borð við að karl­menn eigi alltaf að vera til í kyn­líf, þeir séu þátt­tak­end­ur ef þeir örv­ast lík­am­lega við of­beld­ið og að þeir sem hafi ver­ið mis­not­að­ir muni mis­nota aðra. Á fimmta hundrað karl­menn hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Stíga­mót­um á síð­ustu tíu ár­um.
„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt ofbeldi“
Greining

„Það er alltaf erfitt að opna á að hafa beitt of­beldi“

Í hverri viku leita að jafn­aði þrír gerend­ur í heim­il­isof­beld­is­mál­um sér að­stoð­ar hjá Heim­il­is­friði í fyrsta skipti. Markmið með­ferð­ar er að gerend­ur hætti að beita of­beldi og taki ábyrgð á sjálf­um sér. Sál­fræð­ing­ar hjá Heim­il­is­friði segja mik­ið tabú að gang­ast við því að hafa beitt of­beldi. Skömm­in er enn meiri hjá kon­um sem eru gerend­ur.
Leysum ekki vanda heimilislausra „þótt við leggjum fram einhverjar tillögur um þetta eða hitt“
FréttirHeimilisleysi

Leys­um ekki vanda heim­il­is­lausra „þótt við leggj­um fram ein­hverj­ar til­lög­ur um þetta eða hitt“

Rif­ist var um forms­at­riði og „titt­linga­skít“ í stað þess að ræða neyð heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fundi Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, að mati bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Þar var til­lög­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að­gerð­ir vegna mál­efna heim­il­is­lausra vís­að frá af meiri­hlut­an­um með þeim rök­um að sam­bæri­leg­ar hug­mynd­ir væru í vinnslu ann­ars stað­ar. Bæj­ar­stjóri seg­ir mik­il­vægt að gera mál­efni heim­il­is­lausra ekki póli­tísk. Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar vændi meiri­hlut­ann um að ætla að svæfa mál­ið.
Með atvinnulífið í DNA og elskar majones – Nærmynd af Guðrúnu Hafsteinsdóttur
Skýring

Með at­vinnu­líf­ið í DNA og elsk­ar maj­o­nes – Nær­mynd af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir er talskona at­vinnu­lífs­ins og hef­ur þar kom­ið víða við í stjórn­um og nefnd­um. Að­eins 23 ára tók hún við sem fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins Kjöríss þeg­ar fað­ir henn­ar lést. Guð­rún styð­ur einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu og finnst 20 millj­ón­ir í skatt­frjáls­an arf frá for­eldr­um vera lág upp­hæð. Hún er mik­il mat­kona, er vit­an­lega hrif­in af ís en elsk­ar ekki síð­ur maj­o­nes og síld. Í dag tók hún við lykl­un­um að dóms­mála­ráðu­neyt­inu.
„Í besta falli ósmekkleg gaslýsing“ - Segir Hafnarfjarðarbæ hvetja heimilislausa til að færa lögheimilið
FréttirHeimilisleysi

„Í besta falli ósmekk­leg gas­lýs­ing“ - Seg­ir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ hvetja heim­il­is­lausa til að færa lög­heim­il­ið

„Við skul­um ekki gleyma því að Hafn­ar­fjarð­ar­bær hef­ur einnig margoft boð­ist til að að­stoða sína borg­ara við að skrá lög­heim­ili sitt í ann­að bæj­ar­fé­lag og jafn­vel fyr­ir greiðslu svo að bær­inn losni við að þjón­usta fólk og minnki kostn­að,“ seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu. Hann seg­ist sjálf­ur hafa set­ið slík­an fund með skjól­stæð­ingi sem bær­inn taldi „óæski­leg­an borg­ara“.
„Ekki í boði að úthýsa þeim“ – Kalla eftir svörum frá Hafnarfjarðarbæ um aðgengi að neyðarskýlunum
FréttirHeimilisleysi

„Ekki í boði að út­hýsa þeim“ – Kalla eft­ir svör­um frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ um að­gengi að neyð­ar­skýl­un­um

Mál­efni heim­il­is­lausra voru til um­ræðu á fundi bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar í gær eft­ir að heim­il­is­laus mað­ur sem var ít­rek­að vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu bæj­ar­ins svipti sig lífi. „Þetta er síð­asta úr­ræði þeirra sem eru á göt­unni og eiga við vanda að stríða, og það er ekki í boði að út­hýsa þeim,“ seg­ir Guð­mund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fjöl­skyldu­ráð bæj­ar­ins hef­ur kall­að eft­ir að sjá verklags­regl­ur í þess­um mál­um.
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ - Ákæran í heild sinni
Skýring

„Ég er á grens­unni að fremja fjölda­morð bara núna“ - Ákær­an í heild sinni

Sindri Snær Birg­is­son hafði í hyggju að dul­búa sig sem lög­reglu­mann þeg­ar hann fremdi hryðju­verk, eins og fram kem­ur í ákæru, líkt og fjölda­morð­ing­inn Brei­vik gerði fyr­ir hryðju­verk­in í Út­ey. Sindri fór ásamt Ísi­dóri Nathans­syni að skoða Tetra tal­stöðv­ar til að full­komna lög­reglu­bún­ing­inn. Við fyr­ir­töku máls hér­aðssak­sókn­ara gegn þeim neit­uðu þeir báð­ir að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verk. Ný ákæra er mun ít­ar­legri en sú fyrri.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
FréttirHeimilisleysi

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.
Svipti sig lífi eftir að hafa verið vísað frá neyðarskýli að kröfu Hafnarfjarðarbæjar
FréttirHeimilisleysi

Svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli að kröfu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar

Heim­il­is­laus karl­mað­ur svipti sig lífi eft­ir að hafa ver­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík. Ástæða frá­vís­un­ar­inn­ar var krafa Hafna­fjarð­ar­bæj­ar þar sem mað­ur­inn var með lög­heim­ili. Gistinátta­gjald í neyð­ar­skýl­um Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir fólk með lög­heim­ili ut­an borg­ar­inn­ar hækk­aði þann 1. maí úr 21 þús­und krón­um í 46 þús­und. „Bróð­ir minn þurfti að fara þessa leið út af pen­ing­um,“ seg­ir syst­ir manns­ins en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lag greið­ir gistinátta­gjald­ið.
Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi
Vettvangur

Leynd­ar­dóm­ar mötu­neyt­is Al­þing­is - Sleg­ist um kótilett­ur í raspi

Mötu­neyti Al­þing­is er hjart­að í hús­inu, griðastað­ur þar sem all­ir eru vin­ir, svona yf­ir­leitt. Starfs­fólk­ið hugs­ar vel um alla, líka mat­vanda þing­mann­inn sem borð­ar helst ekki græn­meti en elsk­ar græn­met­is­rétt­ina. Ann­ar seg­ist íhuga að fá bann við því að hvít­ur Mon­ster orku­drykk­ur sé seld­ur þar, drykk­ur sem fékkst fyrst í sjopp­unni eft­ir form­legt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is.

Mest lesið undanfarið ár