Fór í meðferð og féll fyrir ofbeldismanni
Viðtal

Fór í með­ferð og féll fyr­ir of­beld­is­manni

Thelma Berg­lind Guðna­dótt­ir var í afeitrun með dæmd­um nauðg­ara sem áreitti hana á göng­un­um. Hún féll fyr­ir mann­in­um sem kom henni til bjarg­ar þeg­ar kvart­an­ir breyttu engu. Hann átti síð­an eft­ir að beita hana of­beldi í dags­leyf­inu. Hún gagn­rýn­ir að­gerð­ar­leysi starfs­manna og bend­ir á mik­il­vægi þess að fólki sé skipt bet­ur upp í afeitrun.
Áralangri baráttu við kerfið hvergi lokið
Viðtal

Ára­langri bar­áttu við kerf­ið hvergi lok­ið

Ástríð­ur Páls­dótt­ir hef­ur stað­ið í ára­langri bar­áttu við ís­lenska rík­ið frá því eig­in­mað­ur henn­ar, Páll Her­steins­son, lést á Land­spít­al­an­um ár­ið 2011. Ástríð­ur sak­ar starfs­fólk Land­spít­al­ans um van­rækslu í að­drag­anda and­láts hans, en hér­aðs­dóm­ur var ekki sama sinn­is. Hún hyggst áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar auk þess sem hún hef­ur lagt fram tvær aðr­ar kær­ur á hend­ur tveim­ur heil­brigð­is­starfs­mönn­um.
Fluttur úr landi: Fær meira fyrir ellilífeyrinn í Berlín
ViðtalLandflótti

Flutt­ur úr landi: Fær meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í Berlín

Kristján E. Guð­munds­son tók upp á því á gam­als­aldri að rífa sig upp með rót­um og flytj­ast til Berlín­ar. Hann hef­ur kom­ið sér vel fyr­ir í höf­uð­borg Þýska­lands og sæk­ir með­al ann­ars leir­list­ar­nám­skeið. Þá drekk­ur hann í sig menn­ingu borg­ar­inn­ar og nýt­ur list­a­lífs­ins. Ekki skemm­ir fyr­ir að hægt er að fá mun meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í þess­ari fjöl­menn­ing­ar­legu borg þar sem verð­lag­ið er allt að helm­ingi lægra en á Ís­landi.
Forseti á að berjast fyrir umhverfinu, lýðræði og mannréttindum
ViðtalForsetakosningar 2016

For­seti á að berj­ast fyr­ir um­hverf­inu, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, nýt­ur lang­mestra vin­sælda í könn­un Stund­ar­inn­ar sem mögu­leg­ur for­seti. Katrín tal­ar um for­seta­embætt­ið, sjálfa sig og mis­tök síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Hún býr í fjöl­býl­is­húsi, er flug­hrædd og tók á sig meiri ábyrgð um tví­tugt þeg­ar fað­ir henn­ar féll frá.
„Hlutirnir fara nákvæmlega eins og þeir eiga að fara“
Viðtal

„Hlut­irn­ir fara ná­kvæm­lega eins og þeir eiga að fara“

Mánu­dags­morg­un­inn eft­ir að loka­þátt­ur Ófærð­ar var sýnd­ur í sjón­varp­inu gekk Lilja Nótt Þór­ar­ins­dótt­ir leik­kona út úr hús­inu sínu og fannst sem all­ir væru að horfa á sig. Kvöld­ið áð­ur komst þjóð­in loks­ins að hinu sanna um það sem gerð­ist raun­veru­lega í af­skekkta svefn­þorp­inu úti á landi og var að­ild Maríu, sem leik­in var af Lilju, lík­lega það sem kom helst á óvart. Lilja stapp­aði í sig stál­inu, sagði sjálfri sér að skrúfa sjálf­hverf­una að­eins nið­ur, eng­inn væri að pæla í þessu og gekk af stað til vinnu. Í þann mund sem hún var að finna gleð­ina á ný var bíl­rúða skrúf­uð nið­ur og kall­aði á eft­ir henni: „Morð­ingi!“
Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.
„Ég þoli ekki óréttlæti“
Viðtal

„Ég þoli ekki órétt­læti“

Marg­ir kann­ast vafa­lít­ið við nafn Her­manns Ragn­ars­son­ar, vel­gjörð­ar­manns al­bönsku fjöl­skyld­unn­ar sem var vís­að úr landi en fékk síð­an rík­is­borg­ara­rétt. Mörg­um brá í brún þeg­ar frétt­ir bár­ust af því að tveim­ur lang­veik­um börn­um hefði ver­ið vís­að úr landi ásamt fjöl­skyld­um og aft­ur til heima­lands­ins þar sem þau höfðu ekki að­gengi að við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. Her­mann, vinnu­veit­andi annarr­ar fjöl­skyld­unn­ar, tók mál­ið í sín­ar hend­ur, barð­ist fyr­ir rík­is­borg­ara­rétti þeirra og stóð fyr­ir söfn­un sem fjár­magn­aði með­al ann­ars flug­ið aft­ur heim til Ís­lands. Stund­in varði degi með Her­manni Ragn­ars­syni og fékk að kynn­ast mann­in­um á bak við góð­verk­ið.

Mest lesið undanfarið ár