Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Tón­list­ar­veisl­an Ice­land Airwaves fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er ann­að ár­ið sem Sena held­ur há­tíð­ina sem hóf göngu sína ár­ið 1999 og hef­ur ver­ið hald­in ár­lega síð­an.

Glys og glamúr á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves átti sér stað dagana 6. til 9. nóvember síðastliðinn og eins og venjulega var boðið upp á gríðarlegan fjölda tónleika bæði íslenskra og erlendra listamanna á fjölmörgum stöðum í miðbæ Reykjavíkur.  

Hápunktar tónlistarhátíðarinnar voru meðal annars stórtónleikar sveitarinnar Of Monsters and Men í Vodafone-höllinni á laugardagskvöld, dularfulli grímuklæddi kúrekinn Orville Peck í Listasafni Reykjavíkur, hinn geðþekki  kanadíski Mac de Marco og harðkjarnasveitin Une Misére með sinn magnaða hljóðvegg. Aðrir sem nutu sérstakra vinsælda í ár voru íslenska stuðsveitin Grísalappalísa en sveitin tilkynnti að þetta yrðu þeirra síðustu tónleikar og tónlistarmaðurinn Auður sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir síðustu plötu sína, Afsakanir. 

Minna fór fyrir neðanjarðarsenunni á Airwaves í ár. Svo virðist sem bæði hátíðin og jafnvel íslenskir listamenn séu að færa sig meira yfir í að gera  hlustendavænni tónlist hátt undir höfði, tónlist sem hljómar eins og vinsælar útvarpsvænar erlendar hljómsveitir. Hátíðin var smærri í sniðum þetta árið vegna tapreksturs síðustu ára sem Sena er að reyna að rétta af og það verður áhugavert að sjá hver afdrif hennar verða á næstu árum. 

Auður Auður þykir einn heitasti íslenski tónlistarmaður Íslands og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.
MammútEin besta rokksöngkona landsins, Katrín Mogensen, steig ólétt á svið með sveitinni Mammút.
SykurSöngkona Sykurs, Agnes Björt, heillaði áhorfendur með kraftmikilli rödd og sviðsframkomu.
Une MisereSjarmerandi sviðsframkoma hjá harðkjarnastrákunum í Une misére.
Of Monsters and Men Of Monsters and Men voru með glæsilegt sjónarspil í Vodafone-höllinni à laugardagskvöld.
GrísalappalísaSvanasöngur Grísalappalísu var hressandi blanda af Stuðmönnum, HAM og David Bowie.
Orville PeckTónleikar hins grímuklædda samkynhneigða kúreka Orville Peck voru einn af hápunktum hátíðarinnar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár