Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þrír mánuðir í Mexíkó: Stjörnuskoðun og steinrunnið vatn

Sunna Dís Más­dótt­ir pakk­aði fjöl­skyld­unni nið­ur í byrj­un októ­ber og lagði af stað í bak­poka­ferða­lag um Mexí­kó með eig­in­manni og tveim­ur börn­um. Eft­ir mán­að­ar­dvöl í borg­inni Oaxaca, í sam­nefndu hér­aði, ligg­ur leið­in nið­ur að strönd Kyrra­hafs­ins, með bæði maga og huga fulla af nýrri reynslu.

Þrír mánuðir í Mexíkó: Stjörnuskoðun og steinrunnið vatn
Hús í Oaxaca Fjölskyldunni þykir gaman að ganga um og skoða húsin í borginni. Mynd: Shutterstock

Leigubílaröðin á La Entrega-ströndinni í Huatulco er lengst um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Þá er skugginn farinn að fikra sig eftir gulum sandinum, vaggandi og hægfara eins og gömul kona með ávaxtakörfu á höfðinu. Við látum röðina ekki á okkur fá. Við erum saltstorkin og með sand á milli tánna, en sólin er notaleg á þessum tíma dags og það er dálítil gola. Hver á fætur annarri tínast mexíkósku fjölskyldurnar líka inn í bílana sína, klyfjaðar kæliboxum, sólhlífum, sundgleraugum og öndunarpípum, syfjuðum börnum. Maðurinn í hvíta plaststólnum kallar aftur og aftur í talstöðina eftir fleiri leigubílum. Þeir birtast efst á bílastæðinu, renna letilega niður að röðinni þar sem fólk stígur inn og heldur heim á leið. Um daginn þurftum við að bíða nokkuð lengi, maðurinn í hvíta plaststólnum ekki kominn á sinn stað. Þann daginn tókum við engan leigubíl heldur þáðum farið sem heimakonan bauð – hún var að skutla fjölskyldunni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár