Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herra vegna brott­vís­un­ar þung­aðr­ar konu frá land­inu.

Spyr Áslaugu Örnu um hver beri ábyrgð á brottvísuninni
Segir reglum hafa verið fylgt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í fréttum í gærkvöldi að að reglum hefði verið fylgt þegar konu sem gengin er 36 vikur með barn sitt var vísað úr landi í gær. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um meðferð íslenskra yfirvalda á þungaðri albanskri konu sem flutt var úr landi í gær, þvert gegn mati heilbrigðisstarfsfólks á Kvennadeild Landspítala. Konan er gengin 36 vikur á leið og var hún tekin af lögreglu beint af spítala, þar sem hún hafði leitað sér aðstoðar, og flutt út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan var henni flogið ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra til Þýskalands, síðan til Austurríkis og í nótt lentu þau loks í Albaníu, eftir nítján klukkustunda ferðalag.

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala beinir sex spurningum til Áslaugar Örnu þar sem spurt er hver hafi tekið ákvörðunina um að vísa konunni úr landi. Þá spyr Helga Vala út í mat læknis Útlendingastofnunar á konunni og jafnframt hver hafi tekið ákvörðun um að byggja ákvörðun um að brottvísa konunni á vottorði umrædds læknis en ekki nýrra vottorðs frá fæðingalækni á Landspítala, sem lá fyrir.

Þá spyr Helga Vala einnig um hvort meðferð íslenskra yfirvalda á konunni sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd. Jafnframt óskar hún síðan eftir upplýsingum um fjölda þungaðra kvenna sem hefur verið vísað af landi brott síðustu tvö ár, og jafnframt á hvaða tíma meðgöngu þær hafi verið.

Fyrirspurnina má sjá hér að neðan.

1. Hver tók ákvörðun um að brottvísa skyldi þungaðri konu, á 36 viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfararnótt 5.nóvember 2019?

2. Á hvaða grundvelli tók læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að gefa út svokallað „Fit to fly” eða „hæf til að fljúga” vottorð og heimila þannig brottvísun þungaðrar konu á 36. viku meðgöngu, úr landi þann 5. nóvember 2019. Hvenær fór mat umrædds læknis fram, hvenær var skoðun hans á umræddri konu framkvæmd og hvenær var vottorð er heimilaði brottvísun ritað?

3. Hver tók ákvörðun um að byggja ákvörðun um brottvísun á eldra vottorði trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar  dagsett 4. nóvember 2019 í stað yngra vottorðs fæðingarlæknis Landspítala dagsettu 5. nóvember 2019?

4. Tryggði Útlendingastofnun umræddri konu og væntanlegu barni hennar nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?

5. Er brottvísun sú sem framkvæmd var þann 5. nóvember 2019, á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?

6. Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið brottvísað frá Íslandi á árinu 2019 og 2018 og á hvaða tíma meðgöngu voru umræddar konur?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár