Nokkurrar óánægju gætir meðal íslenskra tónlistarmanna sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hefst í vikunni. Þetta herma heimildir Stundarinnar úr þeirra röðum. Greiðslur eru oft lágar, aðrir tekjumöguleikar takmarkaðir og fríðindi minni en áður, þó að sumir sýni erfiðu rekstrarumhverfi hátíðarinnar skilning.
„Hátíðin var rekin með 60 milljóna tapi tvö ár í röð og fór í gjaldþrot,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hennar. „Við fórum í þetta með opin augu um að það yrði ekki auðvelt að láta þetta bera sig. Við sáum strax að það þyrfti að fara í margar breytingar sem yrðu örugglega ekki vinsælar. En þessi hátíð er mikilvægasti vettvangur íslenskra tónlistarmanna og þetta snýst um að halda lífi í hátíðinni.“
Í samningi við listamenn kemur fram að þeim sé óheimilt að koma fram á Íslandi á tveggja mánaða tímabili í kringum hátíðina, það er mánuðinn á undan og mánuðinn á eftir. Takmarkar þetta nokkuð tekjumöguleika þeirra …
Athugasemdir