Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segjast mæta skilningi vegna þrengri kjara tónlistarmanna

Tón­list­ar­menn sem Stund­in ræddi við segj­ast koma fjár­hags­lega illa út úr því að koma fram á Ice­land Airwaves sem fram fer vik­unni. Tekju­mögu­leik­ar þeirra og fríð­indi hafi minnk­að. Fram­kvæmda­stjóri seg­ir áherslu lagða á að stöðva ta­prekst­ur und­an­far­inna ára og kynna ís­lenska tón­list­ar­menn.

Segjast mæta skilningi vegna þrengri kjara tónlistarmanna
Iceland Airwaves Nýr rekstraraðili tók við hátíðinni í byrjun árs 2018.

Nokkurrar óánægju gætir meðal íslenskra tónlistarmanna sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni sem hefst í vikunni. Þetta herma heimildir Stundarinnar úr þeirra röðum. Greiðslur eru oft lágar, aðrir tekjumöguleikar takmarkaðir og fríðindi minni en áður, þó að sumir sýni erfiðu rekstrarumhverfi hátíðarinnar skilning.

„Hátíðin var rekin með 60 milljóna tapi tvö ár í röð og fór í gjaldþrot,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri hennar. „Við fórum í þetta með opin augu um að það yrði ekki auðvelt að láta þetta bera sig. Við sáum strax að það þyrfti að fara í margar breytingar sem yrðu örugglega ekki vinsælar. En þessi hátíð er mikilvægasti vettvangur íslenskra tónlistarmanna og þetta snýst um að halda lífi í hátíðinni.“

Í samningi við listamenn kemur fram að þeim sé óheimilt að koma fram á Íslandi á tveggja mánaða tímabili í kringum hátíðina, það er mánuðinn á undan og mánuðinn á eftir. Takmarkar þetta nokkuð tekjumöguleika þeirra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár