Æxlun sæskjaldbaka er um margt ólík því sem þekkist hjá spendýrum. Þetta á sérstaklega við um það hvernig kyn afkvæma er ákvarðað. Í stað þess að kyn sé ákvarðað út frá kynlitningum, líkt og þekkist til dæmis hjá okkur mannfólkinu, er kynið fremur ákvarðað út frá hitastiginu sem umlykur eggið áður en það klekst út. Raunar er erfitt að greina hvort um karldýr eða kvendýr sé að ræða fyrr en skjaldbakan nær kynþroska.
Þó svo að ástæðurnar fyrir þessu séu ekki þekktar vitum við að jafnvel smávægilegar breytingar á hitastigi í umhverfi eggja sæskjaldbaka geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kynákvörðun. Í hreiðrum þar sem hitastigið er um 29 °C verður hlutfall kven- og karldýra nokkuð jafnt. Þegar hitastigið fer undir 27,7 °C verður útkoman sú að aðeins karlkyns skjaldbökur klekjast úr eggjunum. Þessu er öfugt farið þegar hitastigið hækkar. Fari hitastigið í sandinum sem umlykur eggin yfir 31 °C klekjast …
Athugasemdir