Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hlýrra loftslag ógnar framtíð sæskjaldbaka

Þrátt fyr­ir að áætl­að sé að sæskjald­bök­ur hafi lif­að í höf­um jarð­ar í um 110 millj­ón ár er æxl­un þeirra nokk­uð við­kvæmt ferli. Hlýn­andi lofts­lag hef­ur þeg­ar orð­ið til þess að á ákveðn­um svæð­um heims­ins er mik­ill meiri­hluti sæskjald­baka sem klekj­ast úr eggj­um kven­kyns. Haldi þró­un­in áfram gæti það þýtt að í ekki svo fjar­lægri fram­tíð­inni klek­ist ein­göngu kven­dýr úr eggj­um sæskjald­baka.

Hlýrra loftslag ógnar framtíð sæskjaldbaka

Æxlun sæskjaldbaka er um margt ólík því sem þekkist hjá spendýrum. Þetta á sérstaklega við um það hvernig kyn afkvæma er ákvarðað. Í stað þess að kyn sé ákvarðað út frá kynlitningum, líkt og þekkist til dæmis hjá okkur mannfólkinu, er kynið fremur ákvarðað út frá hitastiginu sem umlykur eggið áður en það klekst út. Raunar er erfitt að greina hvort um karldýr eða kvendýr sé að ræða fyrr en skjaldbakan nær kynþroska.

Þó svo að ástæðurnar fyrir þessu séu ekki þekktar vitum við að jafnvel smávægilegar breytingar á hitastigi í umhverfi eggja sæskjaldbaka geta haft afdrifaríkar afleiðingar á kynákvörðun. Í hreiðrum þar sem hitastigið er um 29 °C verður hlutfall kven- og karldýra nokkuð jafnt. Þegar hitastigið fer undir 27,7 °C verður útkoman sú að aðeins karlkyns skjaldbökur klekjast úr eggjunum. Þessu er öfugt farið þegar hitastigið hækkar. Fari hitastigið í sandinum sem umlykur eggin yfir 31 °C klekjast …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár