Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagði að það hefði ver­ið eins og að horfa á bíó­mynd þeg­ar hann fylgd­ist með sér­sveita­mönn­um ráð­ast gegn leið­toga IS­IS í beinni út­send­ingu. Slá­andi mun­ur er á því hvernig hann sagði um­heim­in­um frá falli leið­tog­ans og hvernig Barack Obama greindi frá því að Osama bin Laden væri all­ur á sín­um tíma. Óvænta stjarn­an í þessu öllu sam­an er svo hund­ur­inn Con­an.

Tvær myndir - og einn hundur - segja meira en mörg orð

Forseti Bandaríkjanna notar samfélagsmiðilinn Twitter óspart og það var á þeim vettvangi sem hann reið á vaðið með sína fyrstu yfirlýsingu eftir að ljóst var að hryðjuverkaleiðtoginn Abu Bakar al Baghdadi væri fallinn. „Something very big has just happened!“ skrifaði hann sama kvöld og aðgerðirnar fóru fram.

Morguninn eftir ávarpaði Trump síðan þjóðina og birti mynd frá kvöldinu áður sem var sögð sýna hann ásamt herforingjum að fylgjast með aðgerðunum í beinni útsendingu á sjónvarpsskjá. Blaðamannafundurinn stóð í 48 mínútur og forsetinn fór mikinn í lýsingum sínum á því hvernig Baghdadi hafi dáið vælandi „eins og hundur“ í jarðgöngum þar sem hann sprengdi sig og börn sín með sprengjubelti. Lýsingarnar voru afar nákvæmar og fór hann um víðan völl. 

Í samanburði var ávarp Obama aðeins níu mínútna langt og mjög hnitmiðað þegar hann greindi frá aðgerðinni sem varð Osama bin Laden að bana. Ljósmyndirnar sem forsetarnir birtu af sér eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár