Forseti Bandaríkjanna notar samfélagsmiðilinn Twitter óspart og það var á þeim vettvangi sem hann reið á vaðið með sína fyrstu yfirlýsingu eftir að ljóst var að hryðjuverkaleiðtoginn Abu Bakar al Baghdadi væri fallinn. „Something very big has just happened!“ skrifaði hann sama kvöld og aðgerðirnar fóru fram.
Morguninn eftir ávarpaði Trump síðan þjóðina og birti mynd frá kvöldinu áður sem var sögð sýna hann ásamt herforingjum að fylgjast með aðgerðunum í beinni útsendingu á sjónvarpsskjá. Blaðamannafundurinn stóð í 48 mínútur og forsetinn fór mikinn í lýsingum sínum á því hvernig Baghdadi hafi dáið vælandi „eins og hundur“ í jarðgöngum þar sem hann sprengdi sig og börn sín með sprengjubelti. Lýsingarnar voru afar nákvæmar og fór hann um víðan völl.
Í samanburði var ávarp Obama aðeins níu mínútna langt og mjög hnitmiðað þegar hann greindi frá aðgerðinni sem varð Osama bin Laden að bana. Ljósmyndirnar sem forsetarnir birtu af sér eru …
Athugasemdir