Um fimm prósent þeirrar upphæðar sem reykvísk börn nýttu árið 2018 með frístundakorti fór til þess að greiða niður dvöl á frístundaheimilum. Alls voru 36,2 milljónir nýttar til þess að greiða niður dvöl barna á frístundaheimilum. Það jafngildir því að 724 börn hafi nýtt allt frístundakortið til að greiða fyrir frístundaheimilisdvöl og hafi því að sama skapi ekki getað nýtt kortið til að greiða fyrir íþróttaþátttöku eða aðrar tómstundir. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir fyrirkomulagið harkalega og segir það til þess fallið að auka bil milli barna sem koma frá efnaminni fjölskyldum og barna sem koma frá fjölskyldum sem standa betur. Formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar segir í skoðun hvernig nýtingu kortsins verði háttað til framtíðar.
Á síðasta ári nýttu reykvísk börn á aldrinum 6 til 18 ára frístundakortið fyrir rúmar 714 milljónir króna. Frístundakortið er styrkjakerfi og jafngildir styrkurinn 50 þúsund krónum á hvert barn. Markmiðin með kortinu, sem …
Athugasemdir