Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borgarfulltrúi segir reglur ganga gegn markmiðum frístundakorts

Heim­ild til að nýta frí­stunda­kort til greiðslu fyr­ir dvöl á frí­stunda­heim­ili geng­ur gegn því mark­miði að kort­ið sé jöfn­un­ar­tæki, seg­ir Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.

Borgarfulltrúi segir reglur ganga gegn markmiðum frístundakorts
Notkun frístundakorts til greiðslu fyrir frístundaheimili vekur spurningar Kolbrún Baldursdóttir hefur lagt til í borgarstjórn að ekki verði lengur hægt að nota frístundakort til að greiða fyrir dvöl á frístundheimili heldur verði efnaminna fólk styrkt með öðrum hætti. Hjálmar Sveinsson segir nýtingu kortanna til skoðunar.

Um fimm prósent þeirrar upphæðar sem reykvísk börn nýttu árið 2018 með frístundakorti fór til þess að greiða niður dvöl á frístundaheimilum. Alls voru 36,2 milljónir nýttar til þess að greiða niður dvöl barna á frístundaheimilum. Það jafngildir því að 724 börn hafi nýtt allt frístundakortið til að greiða fyrir frístundaheimilisdvöl og hafi því að sama skapi ekki getað nýtt kortið til að greiða fyrir íþróttaþátttöku eða aðrar tómstundir. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir fyrirkomulagið harkalega og segir það til þess fallið að auka bil milli barna sem koma frá efnaminni fjölskyldum og barna sem koma frá fjölskyldum sem standa betur. Formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar segir í skoðun hvernig nýtingu kortsins verði háttað til framtíðar.

Á síðasta ári nýttu reykvísk börn á aldrinum 6 til 18 ára frístundakortið fyrir rúmar 714 milljónir króna. Frístundakortið er styrkjakerfi og jafngildir styrkurinn 50 þúsund krónum á hvert barn. Markmiðin með kortinu, sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár