Stýring á flóknu neti eignarhaldsfélaga sem halda utan um skíðaskála í franska bænum Courchevel í Ölpunum hefur verið færð frá Kýpur til fyrirtækis lögmanns í Hong Kong sem heitir Karim Van der Ende. Þetta gerðist í lok árs í fyrra samkvæmt þinglýstum gögnum frá fyrirtækjaskránni á Kýpur. Eignarhaldsfélögin hafa verið í eigu þeirra Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, og fjárfestisins Magnúsar Ármanns, fyrrverandi hluthafa í FL Group og núverandi hluthafa í fjárfestingarfélaginu Stoðum sem áður hét FL Group. Félögin sem halda utan um skíðaskálann eru í Lúxemborg, Kýpur og Panama.
Hægt er að leigja skálann í gegnum leigumiðlun og er hann hinn glæsilegasti.
Hannes sagðist „koma að“ rekstrinum
Skíðaskálinn heitir Chalet Maria og hefur áður ratað í umfjöllun íslenskra fjölmiðla, meðal annars í lok árs 2013 þegar DV fjallaði um húsið. Þeir Magnús og Hannes eignuðust skálann og höfðu leigt hann út um nokkurra ára skeið, meðal annars …
Athugasemdir