Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

Barn­s­móð­ir manns­ins sem ný­ver­ið var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi vegna al­var­legra kyn­ferð­is­brota gegn þá barn­ung­um syni sín­um hef­ur eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ið um hvar son­ur þeirra eigi að búa þeg­ar fað­ir­inn fer í fang­elsi. Son­ur­inn, sem er yngri bróð­ir þess sem brot­ið var á, er þrett­án ára og býr enn hjá dæmd­um föð­ur sín­um, sem fer einn með for­sjá hans.

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

Sigurlaug Steinarsdóttir er fjögurra barna móðir. Þrjú barna sinna á hún með manninum sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alvarleg og endurtekin kynferðisbrot gegn syni sínum sem hann eignaðist áður en hann kynntist Sigurlaugu, en fyrir átti hún eina dóttur. Sigurlaug óttast mjög um börn sín þrjú sem enn búa hjá föður sínum, en hann hefur farið einn með forsjá þeirra frá árinu 2009. Tvö þeirra eru nú orðin lögráða en það þriðja er 13 ára og því enn á forsjá föður síns. „Ég fæ ekkert að vita,“ segir Sigurlaug, sem hefur reynt að afla sér upplýsinga um það hver tekur við syni hennar, nú þegar pabbi hans er á leið í fangelsi.

Lýsir grófu ofbeldi

Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 1996 til 2003. Sigurlaug giftist manninum árið 2001 og var því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár