Ein af sérstöðum Gísla Haukssonar, og GAMMA meðan hann stýrði félaginu, var áhugi hans og fyrirtækisins á verkefnum sem snertu pólitíska hugmyndafræði í samfélaginu, meðal annars minnkandi ríkisafskiptum. GAMMA var að sumu leyti eins og hugveita (e. Think tank) fyrir hugmyndafræði frjálshyggju og einkaframtaks í samfélaginu og byggði þetta hlutverk fyrirtækisins, að hluta til að minnsta kosti, á áhuga Gísla Haukssonar á pólitískri hugmyndafræði. Gísli er frjálshyggjumaður, og það róttækur.
Frekar sjaldgæft er að öllu jöfnu að íslensk fjárfestingar- og eða sjóðstýringarfyrirtæki eins og GAMMA velji að vera í því hlutverki beint að verka eins og pólitískar hugveitur eða þrýstiöfl í samfélaginu og reki áróður fyrir róttækum breytingum í ákveðna átt.
Við þetta bætist að margir af starfsmönnum GAMMA höfðu sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, þess íslenska flokks sem lengst hefur verið til hægri hvað varðar minnkandi ríkisafskipti í gegnum tíðina þótt flokkurinn rúmi vissulega líka hægri krata. Þannig var Jónmundur …
Athugasemdir