Jair Messias Bolsonaro kom sem stormsveipur inn í brasilísku forsetakosningarnar síðastliðið sumar. Maðurinn sem átti eftir að fá viðurnefnið Trump of the Tropics málaði sig upp sem utanaðkomandi einstakling sem væri óhræddur við að segja hlutina eins og þeir væru og ekki hluti af hinu spillta brasilíska stjórnmálakerfi, þrátt fyrir að hafa setið á brasilíska þinginu í 27 ár. Þá vakti hann athygli fyrir harkalega orðræðu sína gagnvart ýmsum minnihlutahópum, frumbyggjum, innflytjendum og samkynhneigðum, auk þess sem hann lofaði stuðningsmönnum sínum því að fara fyrir stærstu „hreingerningaraðgerð“ í sögu landsins, sem fæli í sér að handtaka og/eða reka vinstrimenn og fylgismenn Verkamannaflokksins úr landi, nú eða hreinlega drepa þá.
Bolsonaro, sem hefur lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem stjórnaði landinu með harðri hendi á árunum 1964 til 1985 og pyntaði þúsundir pólitískra andstæðinga til dauða, bauð fram undir slagorðinu: „Brasilía ofar öllu, guð ofar öllum.“ Hann talaði fyrir kristnum fjölskyldugildum …
Athugasemdir