Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér

Ja­ir Bol­son­aro hef­ur um­turn­að bras­il­ískri orð­ræðu og þjóð­lífi á fyrsta ári sínu í for­seta­embætti. Hann sak­ar fjöl­miðla um lyg­ar og fals­frétt­ir en miðl­ar eig­in tíst­um sem heil­ög­um sann­leika. Stund­in ræð­ir við unga Bras­ilíu­búa sem eiga erfitt með að sætta sig við að for­eldr­ar þeirra séu komn­ir á hans band.

Jair Messias Bolsonaro kom sem stormsveipur inn í brasilísku forsetakosningarnar síðastliðið sumar. Maðurinn sem átti eftir að fá viðurnefnið Trump of the Tropics málaði sig upp sem utanaðkomandi einstakling sem væri óhræddur við að segja hlutina eins og þeir væru og ekki hluti af hinu spillta brasilíska stjórnmálakerfi, þrátt fyrir að hafa setið á brasilíska þinginu í 27 ár. Þá vakti hann athygli fyrir harkalega orðræðu sína gagnvart ýmsum minnihlutahópum, frumbyggjum, innflytjendum og samkynhneigðum, auk þess sem hann lofaði stuðningsmönnum sínum því að fara fyrir stærstu „hreingerningaraðgerð“ í sögu landsins, sem fæli í sér að handtaka og/eða reka vinstrimenn og fylgismenn Verkamannaflokksins úr landi, nú eða hreinlega drepa þá.

Bolsonaro, sem hefur lýst aðdáun sinni á herforingjastjórninni sem stjórnaði landinu með harðri hendi á árunum 1964 til 1985 og pyntaði þúsundir pólitískra andstæðinga til dauða, bauð fram undir slagorðinu: „Brasilía ofar öllu, guð ofar öllum.“ Hann talaði fyrir kristnum fjölskyldugildum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Popúlismi

Stundin fær hatursfull skilaboð vegna frétta um nýfasíska hópa: „Ég hræki í andlitið á þér“
FréttirPopúlismi

Stund­in fær hat­urs­full skila­boð vegna frétta um ný­fasíska hópa: „Ég hræki í and­lit­ið á þér“

Rit­stjórn Stund­ar­inn­ar hef­ur borist á fjórða tug skila­boða og sím­tala þar sem fjöl­mið­ill­inn er sagð­ur vega að pólsku þjóð­inni með um­fjöll­un sinni um fasíska hópa sem tóku þátt í sjálf­stæð­is­göngu ásamt ráða­mönn­um lands­ins. Sýn sendi­herra Pól­lands á Ís­landi enduróm­ar í þess­um skila­boð­um sem eru mörg hver ansi hat­urs­full.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár