Systur í St. Franciskusreglunni settu sterkan svip á bæjarlífið í Stykkishólmi í tæpa öld. Þær komu til landsins árið 1935 til að vinna að uppbyggingu sjúkrahúss í bænum sem var vígt ári síðar en síðan unnu systurnar meðal annars við hjúkrun og sem ljósmæður, ráku sumarbúðir fyrir börn og stofnuðu bæði leikskóla og prentsmiðju. Dagbjört Höskuldsdóttir man vel eftir systrunum í bænum og um árabil bjó hún í næsta húsi við klaustrið. St. Franciskusreglan ákvað að hætta starfsemi í Stykkishólmi árið 2009 en þá mættu þrjár systur af Maríureglu í Hólminn.
„Ég var frekar gömul sál sem lítið barn og var mikið ein með móður minni,“ segir Dagbjört Höskuldsdóttir. „Ég hef verið fjögurra eða fimm ára þegar ég spurði hana að því hver væri ljósa mín; hver hafi hjálpað henni þegar hún fæddi mig. Hún sagði að það hafi verið „svarta systir“. Sú systir var af annarri grein þessarar St. …
Athugasemdir