Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stríðsástand við Persaflóa

Ný stríðs­átök við Persa­flóa virð­ast nán­ast óhjá­kvæmi­leg eft­ir skæð­ar árás­ir á olíu­vinnslu­stöðv­ar í Sádi-Ar­ab­íu. Árás­irn­ar drógu veru­lega úr fram­leiðslu­getu og hækk­uðu strax heims­mark­aðs­verð olíu. Ír­ön­um er kennt um og Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist að­eins bíða eft­ir grænu ljósi frá Sádum til að blanda sér í átök­in.

Áratugalangt valdatafl Sádi-Araba og Írana hefur náð suðupunkti en deilur þjóðanna eru flókin blanda af trúarbrögðum, ólíkum efnahagslegum hagsmunum og valdapólitík. 

Hvað trúarbrögð varðar er skemmst frá því að segja að í Sádi-Arabíu styðjast yfirvöld og allur almenningur við afar stranga og forneskjulega túlkun á þeirri hefð sem kennd er við Súnní-Íslam. Þessi túlkun kallast Salafismi og er sama hugmyndafræði og hryðjuverkasamtök á borð við al Kaída og ISIS taka sér til fyrirmyndar, enda koma margir helstu bakhjarlar þeirra frá Sádi-Arabíu. 

Hatur á villutrúarmönnum er fyrirferðarmikið í boðskap Salafista og eru þeir sérstaklega uppteknir af andúð sinni á þeim skóla íslam sem kallast Sjía-Íslam. Mikilli meirihluti íbúa Írans fylgja Sjía-Íslam og þarlend stjórnvöld eru undir þumli klerka frá þeim skóla. Fyrir vikið má segja að átök konunganna í Sádí og klerkanna í Íran séu óhjákvæmileg, auk þess sem þjóðirnar hata hvor aðra á mjög djúpstæðan hátt. 

Það má meðal annars …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár