Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenskur nýnasisti á Lækjartorgi: Hrifinn af Nasistaflokknum og efast um helförina

Arn­ar Styr Björns­son, með­lim­ur nýnas­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar Norð­ur­víg­is, seg­ir hreyf­ing­una hafa styrkst tölu­vert und­an­farna mán­uði. „Ég er mjög hrif­inn af því sem þýski þjóð­ern­is­fé­lags­hyggju­flokk­ur­inn stóð fyr­ir.“

Ánægður með Nasistaflokk Þýskalands Arnar Styr Björnsson, guðfræðingur og fyrrverandi formaður félags háskólanema gegn ESB-aðild, segist hrifinn af því sem Nasistaflokkur Þýskalands stóð fyrir.

Arnar Styr Björnsson, meðlimur nýnasistahreyfingarinnar Norðurvígis, segist aðhyllast „þjóðernisfélagshyggju“ og hafa efasemdir um að helför Nasista hafi átt sér stað. „Ég er mjög hrifinn af því sem þýski þjóðernisfélagshyggjuflokkurinn stóð fyrir,“ sagði hann þegar blaðamaður ræddi við hann á Lækjartorgi um hádegisleytið. Þar hafði hópur nýnasista frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi, safnast saman undir fánum norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og dreift áróðursefni um það sem þeir kalla „þjóðernisfélagshyggju“.

Arnar, sem er guðfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður Herjans – félags stúdenta gegn ESB aðild, segist þó ekki vilja beita sér fyrir fjöldamorðum á Íslandi. „Ég held það sé ekki allt satt sem sagt er um helförina... hef ekkert verið að kynna mér það neitt sérstaklega en ég held það sé mjög mikið logið um það dæmi.“

Norðurvígi eru nýnasistasamtök með tengsl við The Nordic Resistance Movement, samtök sem ríkislögreglustjóri hefur fjallað um í tengslum við hættu á hryðjuverkum. Norðurvígi hafa meðal annars dreift hatursáróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum hér á landi. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi árið 2017 fyrir sprengjuárás í Gautaborg.

Einn þeirra sem viðstaddir voru samkomuna á Lækjartorgi er Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, en hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa árið 2006 ásamt öðrum ráðist á  félaga í hinsegin samtökunum RFSL og beitt þá ofbeldi. Í fyrra var Lindberg svo dæmdur fyrir hatursáróður gegn minnihlutahópum, fyrir að hafa í ræðu sem hann hélt í miðborg Stokkhólms árið 2016 kallað nasistkveðjuna „Sieg Heil“.

Arnar segir þjóðernisfélagshyggju snúast um að „færa samfélagið í samræmi við náttúrulögmálin, í samræmi við náttúruna, frekar en að mannkynið sé einhvern veginn óháð náttúrunni“. Að sögn Arnars hefur hreyfingin styrkst umtalsvert á Íslandi undanfarna mánuði.

Lögregla ræddi við nýnasistanaLögregla hafði afskipti af mönnunum og handtók einn þeirra eftir að hann neitaði að segja til nafns. Honum var sleppt skömmu síðar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
4
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
2
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
4
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár