Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

„Ég er ein­fald­lega að sinna skyldu minni sem rót­tæk qu­eer-mann­eskja,“ seg­ir Jón Múli, ann­ar mann­anna sem hand­tekn­ir voru fyr­ir að kveikja í banda­ríska fán­an­um við Höfða. „Þeir ís­lensku ráða­menn sem af­bera að vera í sama her­bergi og þessi mað­ur eiga að skamm­ast sín.“

Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum við Sæbraut skammt frá Höfða í dag þar sem þeir mótmæltu komu varaforseta Bandaríkjanna með því að kveikja í bandarískum fána. Mennirnir, Benjamín Julian og Jón Múli, voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu fyrir þær sakir að hafa kveikt eld á almannafæri og smánað fána erlends ríkis. 

„Þegar við sáum að háttsettir Íslendingar ætluðu að taka þessum vonda manni opnum örmum, möglulaust, sáum við okkur nauðbeygða til að mótmæla því,“ segir annar þeirra, Benjamín Julian, í samtali við Stundina. „Við vildum með því mótmæla að hér væri í boði vettvangur fyrir þær hrollvekjandi og klígjukenndu skoðanir sem Mike Pence ber í brjósti, og það viðstöðulausa herafl sem hann dregur með sér til að bera ógn og hrylling um alla velli.“

„Þeir íslensku ráðamenn sem afbera að vera í sama herbergi og þessi maður eiga að skammast sín“

Jón Múli segist hafa búið lengi í Bandaríkjunum og kynnst því að þar í landi sé löng hefð fyrir því að kveikt sé í þjóðfánanum til að sýna ráðamönnum vanþóknun. „Með þessari aðgerð vil ég sýna queer-fólki í Bandarríkjunum samstöðu, fólki sem þarf að þola viðbjóðslegur homophobe fari um heiminn í nafni bandaríkjanna til að þykjast vera boðberi frelsis og mannréttinda á meðan hann gerir ekkert nema að ala á hatri og ofsóknum gagnvart hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Ég er einfaldlega að sinna skyldu minni sem róttæk queer-manneskja. Þeir íslensku ráðamenn sem afbera að vera í sama herbergi og þessi maður eiga að skammast sín.“

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að mennirnir hafi verið handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna í Höfða er nú lokið og hefur hann yfirgefið höfuðborgarsvæðið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár