Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

„Ég er ein­fald­lega að sinna skyldu minni sem rót­tæk qu­eer-mann­eskja,“ seg­ir Jón Múli, ann­ar mann­anna sem hand­tekn­ir voru fyr­ir að kveikja í banda­ríska fán­an­um við Höfða. „Þeir ís­lensku ráða­menn sem af­bera að vera í sama her­bergi og þessi mað­ur eiga að skamm­ast sín.“

Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

Lögregla hafði afskipti af tveimur mönnum við Sæbraut skammt frá Höfða í dag þar sem þeir mótmæltu komu varaforseta Bandaríkjanna með því að kveikja í bandarískum fána. Mennirnir, Benjamín Julian og Jón Múli, voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu fyrir þær sakir að hafa kveikt eld á almannafæri og smánað fána erlends ríkis. 

„Þegar við sáum að háttsettir Íslendingar ætluðu að taka þessum vonda manni opnum örmum, möglulaust, sáum við okkur nauðbeygða til að mótmæla því,“ segir annar þeirra, Benjamín Julian, í samtali við Stundina. „Við vildum með því mótmæla að hér væri í boði vettvangur fyrir þær hrollvekjandi og klígjukenndu skoðanir sem Mike Pence ber í brjósti, og það viðstöðulausa herafl sem hann dregur með sér til að bera ógn og hrylling um alla velli.“

„Þeir íslensku ráðamenn sem afbera að vera í sama herbergi og þessi maður eiga að skammast sín“

Jón Múli segist hafa búið lengi í Bandaríkjunum og kynnst því að þar í landi sé löng hefð fyrir því að kveikt sé í þjóðfánanum til að sýna ráðamönnum vanþóknun. „Með þessari aðgerð vil ég sýna queer-fólki í Bandarríkjunum samstöðu, fólki sem þarf að þola viðbjóðslegur homophobe fari um heiminn í nafni bandaríkjanna til að þykjast vera boðberi frelsis og mannréttinda á meðan hann gerir ekkert nema að ala á hatri og ofsóknum gagnvart hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Ég er einfaldlega að sinna skyldu minni sem róttæk queer-manneskja. Þeir íslensku ráðamenn sem afbera að vera í sama herbergi og þessi maður eiga að skammast sín.“

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að mennirnir hafi verið handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna í Höfða er nú lokið og hefur hann yfirgefið höfuðborgarsvæðið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár