Umboðsmaður Alþingis sendi Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra bréf í fyrra og gerði athugasemdir við að ítrekað hefðu orðið tafir á því að ráðuneyti hennar svaraði fyrirspurnum embættisins. Á þeim tíma var beðið eftir svörum vegna 11 mála auk þess sem borist höfðu kvartanir og ábendingar um tafir og ófullnægjandi svör ráðuneytisins. Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir 2018.
„Ég ítrekaði síðan með yfirliti sem ég sendi ráðherra í september 2018 að enn skorti á að svör bærust frá mennta- og menningarmála-ráðuneytinu,“ skrifar hann. „Samhliða þessum upplýsingum sem ég sendi til ráðuneytisins á árinu átti ég samtöl við ráðherra um úrbætur á starfsháttum ráðuneytisins að þessu leyti.“
Umboðsmaður kom á framfæri bréflegum athugasemdum við seinaganginn sem hafði verið á svörum þess og brýndi fyrir ráðuneytinu að tryggja að ekki yrði framhald á þessum starfsháttum. Ráðherra hafði svo frumkvæði að því í apríl 2019 að óska eftir fundi með umboðsmanni …
Athugasemdir