„Fátækt er eins og refsing fyrir glæp sem maður framdi ekki,“ segir Laufey Ólafsdóttir, sem lýsir því að hafa alist upp og búið við fátækt alla sína ævi sem lamandi. Álagið sem fylgi fjárhagsáhyggjum hafi áhrif á einbeitingu fólks, hún eigi það til dæmis til að gleyma hlutum, verði þá óáreiðanleg fyrir vikið og bregðist sjálfri sér. Fátækt hafi áhrif á heilsu, tækifæri og sjálfsmynd fólks. Hún upplifi sig minna virði en annað fólk.
Laufey er alin upp af einstæðri móður, datt út úr framhaldsskóla og hefur alla sína ævi unnið við láglaunastörf. Sjálf varð hún einstæð móðir og hefur þurft að glíma við sinn skerf af áföllum. Í seinni tíð hafi hún lokið námi, einstæð þriggja barna móðir á lágmarksframfærslu, en þá missti hún heilsuna. Í stað þess að gefast upp hefur hún haldið áfram að mennta sig og sinna félagsstörfum, meðal annars í þágu fátækra.
„Fjárhagsáhyggjur buga fólk. …
Athugasemdir