Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Andri Snær syrgir Okið: „Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul?“

„Fari sem horf­ir munu all­ir jökl­ar á Ís­landi hverfa á næstu 200 ár­um,“ skrif­ar Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur í dag­blað­ið The Guar­di­an. Nýj­ar mynd­ir frá NASA sýna hvernig Ok­jök­ull hvarf.

Andri Snær syrgir Okið: „Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul?“
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn skrifaði texta á minnisvarða um jökulinn Ok.

„Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul? Hugsaðu um það. Hvernig mundir þú nálgast það, hafandi alist upp við jökla sem jarðfræðilegan fasta, sem tákn um eilífðina? Hvernig segirðu bless?“

Svona hefst grein rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar um jökulinn Ok í The Guardian í íslenskri þýðingu blaðamanns. Ok telst ekki lengur jökull að mati jöklafræðinga. Hlýnun jarðar hefur valdið því að jöklar víðs vegar um heim hafa bráðnað og hopað. Andri Snær ritaði áletrunina „Bréf til framtíðarinnar“ á minnisvarða um Okjökul sem verður komið fyrir á sunnudag.

„Fari sem horfir munu allir jöklar á Íslandi hverfa á næstu 200 árum. Þannig að minnisvarðinn um Ok mun vera sá fyrsti af 400 á Íslandi einu og sér,“ skrifar Andri Snær í greininni. „Snæfellsjökull, þar sem Jules Verne hóf ferð sína að miðju jarðar í Leyndardómum Snæfellsjökuls, verður að líkindum horfinn á næstu 30 árum og það verður mikill missir. Jökullinn er fyrir Ísland það sem Fuji fjall er fyrir Japan.“

Andri Snær segir fjölskyldu sína hafa átt persónuleg tengsl við jöklana þar sem amma hans og afi hafi komið að stofnun Jöklarannsóknafélags Íslands. Fóru þau í jöklaferð þegar þau voru nýgift og heitir hluti Vatnajökuls þar sem þau tjölduðu nú Brúðarbunga.

OkjökullMyndir sem teknar voru með gervihnetti NASA sýna breytinguna frá 1986 til 2019.

„Bráðnun allra jökla Íslands mun hækka sjávarmál á heimsvísu um einn sentimetra,“ skrifar hann. „Það virðist kannski ekki mikið, en þegar ferlið er endurtekið um víða veröld munu flóðin hafa áhrif á hundruð milljóna fólks. Mesta áhyggjuefnið er bráðnun jökla Himalaya fjalla. Þau eru okið sem ber vatn til eins milljarðs mannfólks.“

Andri Snær bendir á að þrátt fyrir að eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi losað 150 þúsund tonn af koltvísýring daglega, hafi það verið smámunir miðað við að mannkynið losar 100 milljón tonn á dag. „Dagleg áhrif mannfólks jafnast á við yfir 600 slík eldfjöll. Ímyndaðu þér öll þessi eldgos á hverri heimsálfu, allan dag, alla nótt, allt árið um kring og segðu sjálfum þér að það hafi ekki áhrif á loftslagið,“ skrifar hann.

„Svo við letruðum þetta á koparskiltið sem heldur uppi minningu Okjökuls til ástvina okkar í framtíðinni: „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeisn þú veist hvort við gerðum eitthvað.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár