Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

Fyr­ir fimm ár­um kom sýr­lenski bak­ar­inn Youss­ef Jala­bai til Ís­lands sem flótta­mað­ur ásamt eig­in­konu og tveim­ur börn­um. Á morg­un opn­ar hann ásamt fé­laga sín­um fyrsta sýr­lenska kaffi­hús­ið í Reykja­vík, Al­eppo Ca­fé, þar sem bragða má bakla­va og aðr­ar fram­andi kræs­ing­ar, gerð­ar frá grunni.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“
Eigendur Aleppo Café Þeir Yaman Brikhan og Youssef Jalabi eru báðir frá Aleppo í Sýrlandi. Þeir nefndu því kaffihúsið sitt eftir borginni, sem þeir segja búa yfir afar auðugri matarmenningu. Mynd: Davíð Þór

„Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af baklava og ýmsar aðrar tegundir af bakkelsi. Við erum rétt að byrja að prófa okkur áfram og verðum síðar með fleiri tegundir. Við erum fyrsti staðurinn á Íslandi sem býður upp á alvöru baklava, búið til á staðnum frá grunni. Ég er spenntur að sjá hvort viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna að meta það sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Yaman Brikhan, sem ásamt Youssef Jalabi stendur að baki nýju sýrlensku kafifhúsi, Aleppo Café, á Tryggvagötunni í miðbæ Reykjavíkur. Þar vinna þeim við hlið nokkuð stór hópur fólks sem flest kemur frá Sýrlandi. 

Eftirrétturinn sem Yaman vísar til, baklava, er vinsæll í Mið-Austurlöndum og til eru margar tegundir af honum. Nokkrar tegundir verða á boðstólum á Aleppo Café, þær verða búnar til uppá sýrlenskan eða tyrkneskan máta, þar sem Youssef hefur unnið sem bakari í báðum löndum áður en hann kom til Íslands. Auk baklava er meðal annars hægt að fá sæta bita af kanafih og mabruma, en á staðnum er líka hægt að nálgast bakkelsi sem er algengara að sjá í íslenskum bakaríum: Croissant, snúða, súrdeigsbrauð og fleira. Á Aleppo Café er líka seldur ís og ekki má gleyma kaffinu. Yaman býður uppá Aleppo-kaffi á meðan við spjöllum, rótsterkt með kardimommubragði. „Svona drekkum við kaffið í Aleppo,“ segir hann. 

Mabruma með pistasíumYussef, annar eigenda Aleppo Café, rak bakarí í Aleppo, áður en hann flúði þaðan vegna stríðsins.

Þeir Yaman og Youssef hafa báðir talsverða reynslu af veitingahúsageiranum á Íslandi. Yaman þó ívið meiri, enda hefur hann búið á Íslandi allt frá árinu 2000, eða í 19 ár. Hann er eigandi Ali Baba-skyndibitastaðanna. Þeir voru þrír þar til nýverið, þegar staðnum í miðbæ Reykjavíkur var lokað þar sem leigusamningur hans rann út, en hann leitar nú að nýrri staðsetningu í miðbænum.

Youssef hefur unnið sem kokkur, bæði, en í grunninn er hann bakari svo nú er hann kominn á sinn heimavöll á Aleppo Café . Hann rak sjálfur bakarí í Aleppo og vann í einu slíku í Tyrklandi, þangað sem fjölskyldan hafði flúið borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum sem flóttamaður til Íslands fyrir um fimm árum. Fljótlega eftir komuna kynntist hann Yaman, sem stakk fljótt uppá því að þeir myndu opna kaffihús saman. Youssef var ekki tilbúinn til þess strax, þar sem hann vildi gefa sér og fjölskyldunni tíma til þess að aðlagast fyrst, koma sér fyrir og læra íslensku, en hafði boðið alltaf á bakvið eyrað. „Nú er ég tilbúinn,“ segir hann. 

Auðug matarmenning í Aleppo

Báðir eru þeir Yaman og Youssef frá Aleppo, sem margir tengja í huganum við átök og stríð, enda hefur hún farið illa út úr átökunum sem geisað hafa. En þeim félögunum er þó í mun að fólk viti að Aleppo er svo miklu meira en það, svo þeir ákváðu að nefna nýja staðinn í höfuðið á borginni. „Ef þú kemur einhvern tímann til Sýrlands og spyrð: „Hvar fæ ég besta matinn hér?“ verður þér svarað með: Haleb. Það arabíska orðið fyrir Aleppo.  Aleppo er ein elsta borg í heimi og matarmenningin þar er mjög auðug. Við viljum að fólk viti hvernig Aleppo er í raun og okkar leið til þess er að opna þetta kaffihús,“ segir Yaman.  

Aleppo Café hefur þegar hafið rekstur en staðurinn verður opnaður formlega á morgun, laugardag og stendur veislan á milli 17.30 og 21. Yaman og Youssef segja að allir séu velkomnir. „Við ætlum að gefa öllum sem koma bita af baklava og skot af sérstöku kaffi, afar sterku og bragðmiklu. Við vonum að sem flestir komi og fagni með okkur,“ segir Yaman.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár