Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mannkynið búið með þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað í ár

Dag­ur­inn í dag, 29. júlí, er dag­ur­inn þar sem mann­kyn­ið hef­ur klár­að auð­lind­ir jarð­ar. Á hálfri öld hef­ur yf­ir­skots­dag­ur­inn færst fram um fimm mán­uði.

Mannkynið búið með þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað í ár
Vistkerfi ná ekki að endurnýja sig Í dag, 29. júlí, hefur mannkynið nýtt allar þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á einu ári. Það sem eftir lifir árs göngum við á auðlindirnar.

Í dag, 29. júlí, hefur mannkynið klárað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á einu ári. Það sem eftir lifir árs mun mannkynið ganga á auðlindir jarðar og jafngildir þetta því að mannkynið sé að ganga á auðlindir jarðar 1,75 sinnum hraðar en vistkerfi jarðarinnar geta endurnýjað sig. Á síðasta ári rann þessi dagur, sem nefna má yfirskotsdaginn, einnig upp 29. júlí og hefur hann aldrei verið fyrr á árinu.  

Gögnum hvað þetta varðar er safnað saman og birt á síðunni Earth Overshoot Day en að baki þeirri vinnu er nokkur fjöldi samtaka þó Global Footprint Network sé þar leiðandi afl. Meðal annars taka stærstu náttúruverndarsamtök heims, World Wildlife Fund, þátt í verkefninu. Unnið er með gögn Sameinuðu þjóðanna fyrir einstök lönd og yfirskotsdagar þeirra reiknaðir sérstaklega en einnig yfirskotsdagur jarðarinnar í heild. Í ár er unnið með tölur frá 2016 þar eð ekki liggja fyrir nýrri tölur hjá Sameinuðu þjóðunum frá þeim löndum sem eru undir í gagnasafninu.

Gögnin sem safnað hefur verið saman á vefsíðu Earth Overshoot Day ná aftur til ársins 1970 en þá rann yfirskotsdagurinn upp 29. desember. Það þýðir að fyrir rétt tæpum 50 árum var neysla mannkyns um það bil á pari við það sem jörðin réði við að endurnýja á ári. Aukning í mannfjölda og aukin neysla hafa fært yfirskotsdaginn sífellt framar á árinu sem þýðir að mannkynið þarf nú í raun 1,75 jarðir nema því aðeins að snúið verði af braut ofneyslu.

Gögn um Ísland er ekki að finna á síðu Earth Overshoot Day. Tiltekið er að ekki fari öll lönd fram yfir í neyslu og því séu ekki birtar upplýsingar um þau, en ekki er ljóst hvort það eigi við í tilfelli Íslands. Af þeim löndum sem gögn eru birt um má sjá að yfirskotsdagurinn rann fyrst upp í Katar, 11. febrúar, og síðan í Lúxemborg, 16. febrúar. Vestræn ríki raðast almennt fyrst á árið þó það sé ekki algilt. Þannig er yfirskotsdagurinn í Bandaríkjunum 15. mars og 18. mars í Kanada. Norðurlöndin raðast frá lokum mars og fram í miðjan apríl. Í Danmörk er yfirskotsdagurinn 29. mars, í Svíþjóð 3. apríl, í Finnlandi 6. apríl og í Noregi 18. apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár