Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mannkynið búið með þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað í ár

Dag­ur­inn í dag, 29. júlí, er dag­ur­inn þar sem mann­kyn­ið hef­ur klár­að auð­lind­ir jarð­ar. Á hálfri öld hef­ur yf­ir­skots­dag­ur­inn færst fram um fimm mán­uði.

Mannkynið búið með þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað í ár
Vistkerfi ná ekki að endurnýja sig Í dag, 29. júlí, hefur mannkynið nýtt allar þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á einu ári. Það sem eftir lifir árs göngum við á auðlindirnar.

Í dag, 29. júlí, hefur mannkynið klárað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á einu ári. Það sem eftir lifir árs mun mannkynið ganga á auðlindir jarðar og jafngildir þetta því að mannkynið sé að ganga á auðlindir jarðar 1,75 sinnum hraðar en vistkerfi jarðarinnar geta endurnýjað sig. Á síðasta ári rann þessi dagur, sem nefna má yfirskotsdaginn, einnig upp 29. júlí og hefur hann aldrei verið fyrr á árinu.  

Gögnum hvað þetta varðar er safnað saman og birt á síðunni Earth Overshoot Day en að baki þeirri vinnu er nokkur fjöldi samtaka þó Global Footprint Network sé þar leiðandi afl. Meðal annars taka stærstu náttúruverndarsamtök heims, World Wildlife Fund, þátt í verkefninu. Unnið er með gögn Sameinuðu þjóðanna fyrir einstök lönd og yfirskotsdagar þeirra reiknaðir sérstaklega en einnig yfirskotsdagur jarðarinnar í heild. Í ár er unnið með tölur frá 2016 þar eð ekki liggja fyrir nýrri tölur hjá Sameinuðu þjóðunum frá þeim löndum sem eru undir í gagnasafninu.

Gögnin sem safnað hefur verið saman á vefsíðu Earth Overshoot Day ná aftur til ársins 1970 en þá rann yfirskotsdagurinn upp 29. desember. Það þýðir að fyrir rétt tæpum 50 árum var neysla mannkyns um það bil á pari við það sem jörðin réði við að endurnýja á ári. Aukning í mannfjölda og aukin neysla hafa fært yfirskotsdaginn sífellt framar á árinu sem þýðir að mannkynið þarf nú í raun 1,75 jarðir nema því aðeins að snúið verði af braut ofneyslu.

Gögn um Ísland er ekki að finna á síðu Earth Overshoot Day. Tiltekið er að ekki fari öll lönd fram yfir í neyslu og því séu ekki birtar upplýsingar um þau, en ekki er ljóst hvort það eigi við í tilfelli Íslands. Af þeim löndum sem gögn eru birt um má sjá að yfirskotsdagurinn rann fyrst upp í Katar, 11. febrúar, og síðan í Lúxemborg, 16. febrúar. Vestræn ríki raðast almennt fyrst á árið þó það sé ekki algilt. Þannig er yfirskotsdagurinn í Bandaríkjunum 15. mars og 18. mars í Kanada. Norðurlöndin raðast frá lokum mars og fram í miðjan apríl. Í Danmörk er yfirskotsdagurinn 29. mars, í Svíþjóð 3. apríl, í Finnlandi 6. apríl og í Noregi 18. apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár