Nýlendutíminn og aldarlöng niðurlæging Kínverja af hendi Breta er sennilega það fyrsta sem mörgum Kínverjum kemur í hug þegar Hong Kong ber á góma. Það er mikilvægt að muna að tangarhald Breta á nýlendunni í austri var til komið vegna ópíumstríðanna á 19. öld. Sjálf átökin voru afleiðing skipulagðs efnahagslegs stríðsreksturs Breta á hendur kínversku þjóðinni með því að gera hana háða eiturlyfjum. Hugmyndin kom til vegna þess að Breta skorti silfur til að geta borgað fyrir allt það te sem þeir fluttu inn frá Kína en þeir áttu meira en nóg af dópi til vöruskipta.
Áður en yfir lauk voru Kínverjar gjörsigraðir og knésettir af breska heimsveldinu sem neyddi keisarann til að skrifa undir samning um yfirráð Breta yfir Hong Kong og nærliggjandi eyjum. Lokaútgáfa samningsins var undirrituð árið 1898 og var til 99 ára sem tryggði að allir sem þá voru á lífi gætu farið í gröfina án …
Athugasemdir