Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eitt Kína, margar mótsagnir

Mót­mæl­in í Hong Kong hafa vak­ið heims­at­hygli þar sem mót­mæl­end­ur storka leið­tog­um í stærsta og vold­ug­asta al­ræð­is­ríki heims. Til­efni mót­mæl­anna eru lög sem ótt­ast er að færi stjórn­völd­um í Pekíng meira vald yf­ir dóm­stól­um í Hong Kong. And­óf þar á sér hins veg­ar langa sögu og helsta upp­spretta óánægju í dag er ekki síð­ur efna­hags­leg en póli­tísk að mati margra frétta­skýrenda. Gjá hef­ur mynd­ast á milli þess­ara tveggja þjóða sem búa að nafn­inu til í sama ríki en líta hvor­ir aðra horn­auga.

Eitt Kína, margar mótsagnir
Mótmælin í byrjun vikunnar Hundruð þúsunda mótmælenda gengu um götur 1. júlí.

Nýlendutíminn og aldarlöng niðurlæging Kínverja af hendi Breta er sennilega það fyrsta sem mörgum Kínverjum kemur í hug þegar Hong Kong ber á góma. Það er mikilvægt að muna að tangarhald Breta á nýlendunni í austri var til komið vegna ópíumstríðanna á 19. öld. Sjálf átökin voru afleiðing skipulagðs efnahagslegs stríðsreksturs Breta á hendur kínversku þjóðinni með því að gera hana háða eiturlyfjum. Hugmyndin kom til vegna þess að Breta skorti silfur til að geta borgað fyrir allt það te sem þeir fluttu inn frá Kína en þeir áttu meira en nóg af dópi til vöruskipta.

Áður en yfir lauk voru Kínverjar gjörsigraðir og knésettir af breska heimsveldinu sem neyddi keisarann til að skrifa undir samning um yfirráð Breta yfir Hong Kong og nærliggjandi eyjum. Lokaútgáfa samningsins var undirrituð árið 1898 og var til 99 ára sem tryggði að allir sem þá voru á lífi gætu farið í gröfina án …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár