Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fylgni milli notkunar ópíóða og dauða eftir skurðaðgerðir

Ný ís­lensk rann­sókn sýn­ir meiri hættu á dauða eft­ir að­gerð hjá þeim sem nota morfín­skyld og kvíð­astill­andi lyf. Lækn­ir vill sam­starf við heilsu­gæslu um breytta lyfja­gjöf í að­drag­anda að­gerða.

Fylgni milli notkunar ópíóða og dauða eftir skurðaðgerðir
Notkun ópíóða auka á hættu við aðgerðir Notkun á ópíóðalyfjum og kvíðastillandi lyfjum fyrir skurðaðgerðir hafa fylgni við verri horfur sjúklinga eftir aðgerðirnar, samkvæmt nýrri, íslenskri rannsókn. Mynd: Shutterstock

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að þeir sjúklingar sem leysa út lyfseðla fyrir morfínskyld lyf og benzodiazepínlyfjum fyrir skurðaðgerðir eru í meiri hættu á að deyja innan 30 daga frá aðgerðinni. Læknir sem leiðir rannsóknarhóp sem vann að rannsókninni segir að niðurstöðurnar geti vonandi gagnast í baráttunni við þann faraldur sem notkun morfínskyldra lyfja sé orðinn í heiminum og verði sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki hvatning til að breyta lyfjatöku sé þess kostur.

Rannsóknarhópurinn hefur undanfarin ár unnið að gerð gagnagrunns sem lýsir lyfjanotkun sjúklinga mánuðina fyrir skurðaðgerð á Landspítala á árunum 2005 til 2015. Um er að ræða ríflega 42 þúsund skurðaðgerðir. Rannsóknin er kynnt í grein sem birtist í JAMA Surgery þann 19. júní síðastliðinn, einu virtasta vísindatímariti heims á sviði skurðlækninga.

Fylgni en ekki hægt að sýna fram á orsakasamband

Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, leiðir hópinn og segir hann að auk þess að kanna áhrif notkunar morfínskyldra lyfja, ópíóða, þá hafi læknar jafnframt áhyggjur af afdrifum sjúklinga sem taki kvíðastillandi lyf af flokki benzodiazepína, sem til dæmis eru Tafil og Mogadon. Notkun þeirra hefur verið vaxandi hér á landi og víðar.

„Eftir því sem skurðaðgerð býðst sem meðferðarmöguleiki við æ fleiri sjúkdómum hjá eldri og veikari sjúklingum er það skylda okkar að reyna að gera árangur þeirra eins góðan og kostur er“

Í rannsókninni voru horfur sjúklinga sem undirgengust skurðaðgerðir kannaðar í samhengi við lyfjanotkun sjúklinga mánuðina fyrir aðgerð. Þarf voru bornar saman horfur sjúklinga sem leystu út lyfseðla fyrir morfínskyldum lyfjum, benzodiazepínlyfjum eða lyfjum úr báðum lyfjaflokkum, við einstaklinga sem tóku engin lyf úr þessum lyfjaflokki fyrir aðgerð. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar sem leystu út lyfseðla fyrir bæði morfínskyldum lyfjum og benzodiazepínlyfjum höfðu hærri dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð og hærri langtíma dánartíðni en samanburðareinstaklingar.

„Það er mikilvægt að geta þess að við getum ekki sýnt fram á orsakasamband með þeirri aðferðarfræði sem beitt var, einungis fylgni milli þessa. Því gagnast niðurstöðurnar einkum til að leggja drög að næstu skrefum sem myndu miða að inngripi í lyfjanotkun,“ segir Martin.

Nýta þarf tímann til að bæta líkamlegt ástand

Martin bendir á að stórar skurðaðgerðir séu meiriháttar atburðir í lífi fólks og aðdragandi slíkra aðgerð geti orðið hvati að breyttri hegðun. Þegar sé í gangi samstarfsverkefni milli Landspítala og Heilsugæslunnar sem miði að því að bæta líkamlegt ástand sjúklinga sem undirgangist liðskiptiaðgerðir, með því að meðhöndla og greina blóðskort, vannæringu, ofþyngd, hækkaðan blóðsykur og að hjálpa fólki að hætta að reykja fyrir aðgerðir, til að bæta árangur þeirra.

„Við vonumst til þess að niðurstöður okkar hvetji sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk til þess að yfirfara vandlega lyfjanotkun með tilliti til þessara lyfjaflokka og gera breytingar fyrir aðgerð ef þess er nokkur kostur. Eftir því sem skurðaðgerð býðst sem meðferðarmöguleiki við æ fleiri sjúkdómum hjá eldri og veikari sjúklingum er það skylda okkar að reyna að gera árangur þeirra eins góðan og kostur er. Við teljum að tíminn fyrir aðgerð sé þar vannýttur, en hann má oft nýta til að bæta líkamlegt ástand sjúklingsins, sem svo bætir árangur aðgerðarinnar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár