Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Allt leyfilegt ef blaðamenn dirfast að fara gegn valdhöfum

Stund­in birt­ir frá­sagn­ir og upp­lif­an­ir blaða­manna víðs veg­ar að úr heim­in­um í tengsl­um við um­fjöll­un um fjöl­miðla­frelsi og við­tal við Krist­inn Hrafns­son. Rossen Bossev er blaða­mað­ur á búlgarska viku­blað­inu Capital og fjall­ar þar einkum um dóms­kerf­ið og lög­gæslu­mál, auk mann­rétt­inda­mála.

Allt leyfilegt ef blaðamenn dirfast að fara gegn valdhöfum
Dæmdur fyrir að segja frá staðreyndum Rossen Bossev var fyrir fáeinum vikum dæmdur fyrir ærumeiðingar, fyrir að hafa greint frá því að forstjóri fjármálaeftirlits Búlgaríu hefði beitt embætti sínu gegn fjölmiðlinum sem Bossev vinnur á.

Fyrir nokkrum vikum birti fréttavefsíða, sem flytur fréttir í æsifréttastíl, dóm sem var kveðinn upp í borgardómnum í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Kæruefnið voru ærumeiðingar, sá sem kærði var fyrrverandi yfirmaður búlgarska fjármálaeftirlitsins og sá sem kærður var, það var ég. Niðurstaða dómstólsins var endanleg og ég var dæmdur sekur. Sökum þess að ég var ekki á sakaskrá fyrir, þá var refsingin aðeins sekt.

Það er reyndar svo að vefsíðan birti dóminn áður en lögfræðingum mínum barst hann. Á umliðnum árum hef ég setið undir stöðugum árásum af hálfu fjölmiðla af þessu tagi. Í hvert sinn sem ég hóf rannsóknarvinnu sem síðan leiddi til þess að flett var ofan af spillingu stjórnvalda var brugðist við með aðför að æru minni. Af hálfu hverra? Jú, af neti fjölmiðla sem fylgja mjög einfaldri stefnu – að elta og styðja valdhafana, og það án þess að nokkru máli skipti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár