Fyrir nokkrum vikum birti fréttavefsíða, sem flytur fréttir í æsifréttastíl, dóm sem var kveðinn upp í borgardómnum í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Kæruefnið voru ærumeiðingar, sá sem kærði var fyrrverandi yfirmaður búlgarska fjármálaeftirlitsins og sá sem kærður var, það var ég. Niðurstaða dómstólsins var endanleg og ég var dæmdur sekur. Sökum þess að ég var ekki á sakaskrá fyrir, þá var refsingin aðeins sekt.
Það er reyndar svo að vefsíðan birti dóminn áður en lögfræðingum mínum barst hann. Á umliðnum árum hef ég setið undir stöðugum árásum af hálfu fjölmiðla af þessu tagi. Í hvert sinn sem ég hóf rannsóknarvinnu sem síðan leiddi til þess að flett var ofan af spillingu stjórnvalda var brugðist við með aðför að æru minni. Af hálfu hverra? Jú, af neti fjölmiðla sem fylgja mjög einfaldri stefnu – að elta og styðja valdhafana, og það án þess að nokkru máli skipti …
Athugasemdir