Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

Í dýra­rík­inu er að finna mörg ein­kenni­leg út­lit­s­ein­kenni. Þessi ein­kenni þjóna stund­um aug­ljós­um til­gangi en það er ekki alltaf raun­in. Þetta get­ur leitt til mik­illa vanga­veltna og í sum­um til­fell­um ágrein­ings inn­an vís­inda­sam­fé­lags­ins.

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

Rendur sebrahesta eru dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að sebrahesta sé að finna víðs vegar um Afríku og tegundin hafi verið viðfangsefni fjölda rannsókna í gegnum tíðina hafa vísindamenn enn ekki náð að sýna fram á með óyggjandi hætti af hverju valið var fyrir svarthvítum röndum í þróunarsögunni.

Nú kann að vera að ráðgátan sé leyst. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu Journal of Natural History í síðustu viku benda til þess að rendurnar spili mikilvægt hlutverk í hitastjórnun dýranna.

Hitastigsmunur á lifandi dýrum kannaður í fyrsta sinn

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt hefur verið að sýna fram á þetta hlutverk randa sebrahesta en rannsóknin er sú fyrsta sem hefur kannað hitastigsmuninn á milli svartra og hvítra randa sebrahesta á lifandi dýrum. Fyrri rannsóknir hafa aðeins skoðað muninn á feldum dauðra sebrahesta.

Í rannsókninni var fylgst með hitastigsbreytingum á röndum tveggja sebrahesta í Kenía í Afríku. Við samanburðinn kom í ljós að hitastigsmunurinn á milli svörtu og hvítu randanna reyndist vera þónokkuð mikill eftir því sem leið á daginn og hitna fór í veðri. Svörtu rendurnar voru, þegar mesti munur mældist, allt að 15 °C heitari en hvítu rendurnar.

„Svörtu rendurnar gátu orðið allt að 15 °C heitari en húð lifandi sebrahesta“

Höfundar greinarinnar telja að þessi mikli hitastigsmunur gerir það að verkum að mögulegt sé að mynda smávægilegt loftstreymi á yfirborði húðarinnar. Þetta gæti verið mikilvægur liður í því að halda dýrunum svölum í heitu loftslagi.

Auk þess að kanna hitastigsmuninn á lifandi dýrum var hann skoðaður á feldi dauðs sebrahests sem lagður var á grind. Þar var einnig að merkja mikinn hitastigsmun á milli svörtu og hvítu randanna en munurinn var töluvert meiri. Svörtu rendurnar gátu orðið allt að 15 °C heitari en húð lifandi sebrahesta.

Fyrri rannsóknum hefur ekki tekist að sýna fram á að rendur sebrahesta eigi þátt í hitastjórnun dýranna. Þær rannsóknir sem áður hafa verið gerðar voru ekki framkvæmdar á lifandi dýrum, virðist því vera að eitthvað fleira en litur randanna einn og sér spili þar hlutverk.

Fjörutíu ára tilgáta

Höfundar rannsóknarinnar eru þau Alison Cobb, áhugamanneskja um náttúrufræði og fyrrum rannsóknartæknir, og eiginmaður hennar, Stephen Cobb dýrafræðingur.

Hjóninn bjuggu lengi vel í Afríku og segir Alison Cobb að þau hafi alltaf verið hissa á því hvernig sebrahestar færu að því að vera tímunum saman á beit á heitum sléttum Afríku án þess að ofhitna. Þau fengu þá hugmynd að rendurnar gætu spilað hlutverk í því að halda dýrunum nægilega vel kældum.

Alison Cobb byrjaði fyrst að reyna að sýna fram á þessa tilgátu fyrir um fjörutíu árum síðan. Þá bar hún saman hitastig vatns í olíutrommum við fellt skinn í mismunandi litum. Hún var þó ósátt við það að slíkar tilraunir segðu lítið um það hvernig áhrifin væru á lifandi dýrum.

Mikill hitastigsmunur á milli randanna

Á lifandi sebrahestum tóku Cobbs-hjónin eftir því að á heitustu sjö klukkustundum dagsins varð hitastigsmunurinn á milli svörtu og hvítu randa sebrahestanna stöðugur á milli 12–15 °C.

Hitastigsmunurinn reyndist vera svipaður á skinni dauðra sebrahesta, eða um 16 °C heitari en hvítu rendurnar. Það sem var ólíkt með skinninu var að heildarhiti skinnsins varð ekki stöðugur yfir daginn líkt og á lifandi sebrahestunum. Á lifandi sebrahestum náði hitastigið á svörtu röndunum allt að 56 °C á meðan hitastigið á skinninu náði allt að 15 °C hærra hitastigi, eða 71 °C.

Sviti og hár sem rísa

Meðal tilgátna sem höfundarnir telja að geti skýrt málið eru að fyrrnefnd loftstreymi við húðina virki enn frekar vegna froðukennds svita sem sebrahestar gefa frá sér. Þessa gerð svita er einnig að finna í hestum og hefur þann eiginleika að auka yfirborð vökvans. Þar með eykst hraði uppgufunar svitans sem aðstoðar enn frekar við kælingu.

Önnur tilgátan er sú að hárin á svörtu röndunum rísi þegar kaldara er í veðri, til dæmis á morgnana. Þannig lokist loft inn á milli háranna þegar svalara er. Hárin leggist síðan niður þegar hitna tekur í veðri og svitinn á yfirborði húðarinnar gufi hraðar upp í hitanum.

Niðurstaða Cobbs-hjónanna er því sú að rendurnar, svitinn og hár sem rísa á viðeigandi tíma spili öll saman til að halda sebrahestum nægilega svölum í hitanum á sléttum Afríku.

Deilan ekki að fullu leyst

Þótt langt sé síðan að hitastigsmunur milli hvítra og svarta randa sebrahesta hafi verið greindur eru niðurstöður rannsóknarinnar merkilegar fyrir þær sakir að í fyrsta sinn eru til gögn um það hvernig þessar breytingar eru í lifandi sebrahestum.

Þrátt fyrir niðurstöður þessarar rannsóknar er ekki þar með sagt að sátt sé náð í deilunni um tilgang randa sebrahesta. Enn þarf að sýna fram á sömu niðurstöður í fleiri dýrum og framkvæma nánari rannsóknir á þessu sviði. Það er þó líklegt að það verk falli í hendur annarra en Cobbs-hjónanna, enda er Alison Cobb sjálf orðin 85 ára gömul.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
2
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
5
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár