Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“

Sam­fé­lags­sátt­máli Al­exöndru Ocasio-Cortez um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um, að ráð­ist verði í að­gerð­ir gegn fá­tækt sam­hliða rót­tæk­um að­gerð­um gegn loft­lags­breyt­ing­um.

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“
Vill aðgerðir gegn hamfarahlýnun og fátækt The New Green Deal er langsamlega metnaðarfyllsta tillaga sem Demókrataflokkurinn hefur lagt fram í loftslagsmálum en í tillögunni felast líka aðferðir gegn fátækt.

Ekkert lagafrumvarp á Bandaríkjaþingi hefur fengið jafn mikla athygli síðustu mánuði og þingsályktunartillaga Alexandriu Ocasio-Cortez og Ed Markey, öldungadeildarþingmanni frá Massachusetts um The Green New Deal. Ályktunin kallar á umfangsmikla ætlun í fjórtán liðum um róttækar aðgerðir í loftslagsmálum, algert kolefnishlutleysi bandarískrar orkuframleiðslu fyrir árið 2030 og efnahagslífsins alls árið 2050 sem yrði náð með risavaxinni fjárfestingu í grænum innviðum og orkusparneytnari byggingum.

Þingsályktunartillagan kallar á að gerð verði raunhæf áætlun um hvernig hægt sé að ná fram þeim grundvallarbreytingum á bandaríska hagkerfinu sem eru nauðsynlegar ef afstýra á því vistkerfishruni sem nýleg loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kallar á.

Áætlun um að afstýra vistkerfishruni

The New Green Deal er langsamlega metnaðarfyllsta tillaga sem Demókrataflokkurinn hefur lagt fram í loftslagsmálum. Aðgerðir Obama, sem snerust um að hrinda í framkvæmd svokallaðri „Step It Up“ áætlun sem flokkurinn lagði fram 2007, um að draga úr kolefnislosum um 80% fyrir árið 2050, duga ekki til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár