Með reglulegu millibili birtast fréttir sem upphefja ágæti ákveðinna matvæla sem eiga að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar. Vandinn sem fylgir slíkum yfirlýsingum er að afar erfitt reynist að sannreyna hvort og þá hvers vegna ákveðin matvæli hafa slík áhrif.
Ástæðuna má rekja til þess að þegar áhrif matvæla á heilsu okkar eru skoðuð eru margar aðrar breytur sem spila inn í. Þar má meðal annars nefna lífsstílstengda þætti einstaklinga á borð við hreyfingu og mataræði að öðru leyti.
Það sama er upp á teningnum þegar kemur að úlfaldamjólk. Rannsóknir á úlfaldamjólk hafa í gegnum tíðina gefið til kynna að inntaka á henni geti haft jákvæð áhrif á heilsu einstaklinga sem greinst hafa með sykursýki 2 en fram að þessu hefur lítið verið vitað um það af hverju og hvaða eiginleikar mjólkurinnar það eru sem eiga þar í hlut.
Eitt innihaldsefni skoðað
Mjólk er í eðli sínu tiltölulega …
Athugasemdir