Ég var búsettur í Peking í Kína sumarið 2001 þegar ég varð tvítugur. Á þeim tíma virtist endanlega vera að sjóða upp úr í Palestínu og Ísrael. Um haustið blossaði upp meira ofbeldi en hafði sést þar í áratugi og er þá mikið sagt. Ellefti september kom svo eins og þruma inn í þetta allt saman.
Af einhverjum ævintýrahug, forvitni og ómótaðri réttlætiskennd varð ég staðráðinn í að ferðast til landsins helga og virða ástandið fyrir mér með eigin augum. Ég notaði tvítugsgjöfina til að kaupa miða til Jórdaníu en þegar nær leið brottfarardegi í lok febrúar 2002 var ástandið farið að hraðversna og átökin hörnuðu mikið með öldu sjálfsmorðsárása. Í þeim mánuði sem þá var að líða dóu 52 í átökunum en mánuðinn á eftir voru fórnarlömbin 134 sem var hápunktur blóðbaðsins.
Foreldrar mínir voru ekki sérstaklega kátir en á þessum aldri upplifa fáir sig feiga og úr varð …
Athugasemdir