Ein af stærstu ógnum nútímans eru sýklalyfjaónæmar bakteríur. Í því felst að bakteríur sem valda sýkingum í mönnum hafa myndað þol gegn þeim helstu sýklalyfjum sem við notum til að vinna bug á þeim. Fyrir þá sem treysta á sýklalyf í daglegu lífi vegna ýmissa sjúkdóma er sýklalyfjaónæmi einstaklega hvimleitt.
Þótt sýklalyfjaónæmi hafi lengi verið í umræðunni virðist ekki margt hafa gerst. Rannsóknarhópar keppast við að finna lausn á vandanum en viljinn til að minnka óþarfa notkun á sýklalyfjum virðist ekki nægilega útbreiddur.
Mögulegar lausnir
Þótt enginn staðgengill fyrir sýklalyf hafi enn verið markaðssettur til almennrar notkunar eru fjölmarar hugmyndir á borðinu.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að finna ný sýklalyf, sem fæstir sýklar hafa hingað til komist í tæri við. Bakteríur sem búa yfir sýklalyfjaónæmi yrðu meðhöndlaðar með þessu mögulega nýja sýklalyfi, svo það yrði vonandi lítið notað til að koma í veg fyrir ónæmi. Gallinn við það …
Athugasemdir