Flest erum við meðvituð um það að matvæli sem eru mikið unnin eru sjaldnast besti kosturinn. Aðgengi að slíkri fæðu hefur þó aldrei verið auðveldara, auk þess sem þau eru oft ódýrasti valmöguleikinn.
Aukin inntaka á unnum matvælum hefur meðal annars verið tengd við aukna tíðni offitu en fram að þessu hefur ekki verið sýnt fram á hvort unnin fæða stuðlar raunverulega að þyngdaraukningu eða öðrum neikvæðum áhrifum á heilsufar fólks.
Til þess að auka þekkingu á þessu sviði kannaði rannsóknarhópur innan Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna (National Institutes of Health) áhrif þess að vera á mataræði sem innihélt mikið unna fæðu samanborið við mataræði sem samanstóð að óunninni eða lítið unninni fæðu.
Hvað er mikið unnin fæða?
Mikið unnin matvæli innihalda takmarkað magn af óunninni matvöru. Unnin matvæli innihalda orku sem almennt er fengin úr ódýrum orkugjöfum auk aukefna. Meðal innihaldsefna sem algengt er að finna í mikið unnum matvælum eru …
Athugasemdir