Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mikið unnin matvæli stuðla að þyngdaraukningu

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem birt­ust fyrr í mán­uð­in­um benda til þess að fólk sem er á mataræði sem inni­held­ur mik­ið magn af mik­ið unn­um mat­væl­um er lík­legra til að þyngj­ast sam­an­bor­ið við þá sem halda sig við lít­ið eða óunn­in mat­væli. Rann­sókn­in er sú fyrsta á sínu sviði sem er stýrð af vís­inda­mönn­um að fullu. Fyrri rann­sókn­ir hafa að mestu ver­ið at­hug­unar­rann­sókn­ir.

Mikið unnin matvæli stuðla að þyngdaraukningu
Unnin matvæli Aukin inntaka á unnum matvælum hefur meðal annars verið tengd við aukna tíðni offitu en fram að þessu hafði ekki verið sýnt fram á hvort unnin fæða stuðlar raunverulega að þyngdaraukningu eða öðrum neikvæðum áhrifum á heilsufar fólks. Mynd: Shutterstock

Flest erum við meðvituð um það að matvæli sem eru mikið unnin eru sjaldnast besti kosturinn. Aðgengi að slíkri fæðu hefur þó aldrei verið auðveldara, auk þess sem þau eru oft ódýrasti valmöguleikinn.

Aukin inntaka á unnum matvælum hefur meðal annars verið tengd við aukna tíðni offitu en fram að þessu hefur ekki verið sýnt fram á hvort unnin fæða stuðlar raunverulega að þyngdaraukningu eða öðrum neikvæðum áhrifum á heilsufar fólks.

Til þess að auka þekkingu á þessu sviði kannaði rannsóknarhópur innan Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna (National Institutes of Health) áhrif þess að vera á mataræði sem innihélt mikið unna fæðu samanborið við mataræði sem samanstóð að óunninni eða lítið unninni fæðu.  

Hvað er mikið unnin fæða?

Mikið unnin matvæli innihalda takmarkað magn af óunninni matvöru. Unnin matvæli innihalda orku sem almennt er fengin úr ódýrum orkugjöfum auk aukefna. Meðal innihaldsefna sem algengt er að finna í mikið unnum matvælum eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár