Vegna hækkandi hitastigs á Íslandi mun Langjökull hafa minnkað um meira en þriðjung árið 2050, samkvæmt spám. Hofsjökull mun minnka um 25 prósent og suðurhluti Vatnajökuls sömuleiðis. Snæfellsjökull verður líklega horfinn að mestu. Sjávarstaða Íslands mun einnig hækka um allt að 15 til 20 sentimetra að meðaltali.
Þetta eru niðurstöður sviðsmyndakeyrslu líkana sem birtar voru í nýjustu skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Miðað er við breytingar jökla frá árinu 1990, en ef litið er alla leið til loka 21. aldarinnar er því spáð að Langjökull muni tapa 85 prósent af rúmmáli sínu, en Hofsjökull og syðri hluti Vatnajökuls 60 prósent. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur Snæfellsjökull þynnst mikið nú þegar. Flatarmál hans hefur minnkað um rúmlega helming síðustu öld og að líkindum verður hann horfinn að mestu árið 2050.
„Jöklarnir hafa á síðustu áratugum verið að þynnast um hátt í metra á ári að meðaltali,“ segir Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði …
Athugasemdir